Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2022 09:32 Hilmar með laxinn sem hann landaði eftir mikla baráttu í Elliðaánum í gær Í gær var haldinn seinni barnadagur Stangveiðifélags Reykjavíkur í Elliðaánum en þá fá ungir félagsmenn tækifæri til að spreyta sig í ánum. Það eru 32 hressir krakkar sem veiddu þennan dag en hópnum var skipt í tvennt, morgunvakt og kvöldvakt og það var að sögn allra viðstaddra einstaklega gaman hjá þessum duglegu krökkum við ánna í gær. Það er mikið af laxi á flestum stöðum og undir leiðsögn foreldra og leiðsögumanna voru krakkarnir að læra réttu tökin á fluguveiði. Nokkrir laxar komu á land en fleiri sluppu, margir eftir snarpa viðureign. Þess skal getið að öllum laxi var sleppt. Hilmar Þór Sigurjónsson var einn af þessum ungu veiðimönnum sem landaði laxi í gær eftir mikla baráttu en laxinn tók Squirmy í Símastreng en var landað allnokkru neðar í veiðistaðnum Hraun. Eins og sést á myndinni er þetta laglegur lax í höndunum á þessum unga veiðimanni sem á klárlega framtíðina fyrir sér við bakkann. Í hópnum voru bæði strákar og stelpur á öllum aldri og fá foreldrar og forráðamenn þakkir fyrir hjálpsemi við bakkann sem og Fræðslunefnd SVFR. Stangveiði Krakkar Reykjavík Mest lesið Vænar bleikjur að veiðast í Elliðavatni Veiði Veiðisaga úr Úlfljótsvatni Veiði Veiðitölur LV: Dapurlegar lokatölur að tínast inn Veiði Hreggnasi gerir langtíma samning um Grímsá Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Sjóbleikjan er mætt í Hrollleifsdalsá í Skagafirði Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði
Það eru 32 hressir krakkar sem veiddu þennan dag en hópnum var skipt í tvennt, morgunvakt og kvöldvakt og það var að sögn allra viðstaddra einstaklega gaman hjá þessum duglegu krökkum við ánna í gær. Það er mikið af laxi á flestum stöðum og undir leiðsögn foreldra og leiðsögumanna voru krakkarnir að læra réttu tökin á fluguveiði. Nokkrir laxar komu á land en fleiri sluppu, margir eftir snarpa viðureign. Þess skal getið að öllum laxi var sleppt. Hilmar Þór Sigurjónsson var einn af þessum ungu veiðimönnum sem landaði laxi í gær eftir mikla baráttu en laxinn tók Squirmy í Símastreng en var landað allnokkru neðar í veiðistaðnum Hraun. Eins og sést á myndinni er þetta laglegur lax í höndunum á þessum unga veiðimanni sem á klárlega framtíðina fyrir sér við bakkann. Í hópnum voru bæði strákar og stelpur á öllum aldri og fá foreldrar og forráðamenn þakkir fyrir hjálpsemi við bakkann sem og Fræðslunefnd SVFR.
Stangveiði Krakkar Reykjavík Mest lesið Vænar bleikjur að veiðast í Elliðavatni Veiði Veiðisaga úr Úlfljótsvatni Veiði Veiðitölur LV: Dapurlegar lokatölur að tínast inn Veiði Hreggnasi gerir langtíma samning um Grímsá Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Sjóbleikjan er mætt í Hrollleifsdalsá í Skagafirði Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði