Besta upphitun fyrir 13. umferð: Labbaði inn á slysó en kom út í gifsi og hjólastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 15:30 Bergdís Fanney Einarsdóttir spilar ekki meira á þessu tímabili vegna meiðsla. Hún sagði frá því þegar hún ökklabrotnaði. S2 Sport Guðlaug Jónsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir þrettándu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Upphitunarþáttinn má nú finna hér á Vísi en umferðin er óvenjuleg því tveir fyrstu leikir hennar fóru fram í júlímánuði. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni. Frestanir vegna Evrópuleikja Vals og Breiðabliks bitna sérstaklega illa á KR-konum því leik þeirra á móti Vals í næstu umferð var einnig frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að KR liðið, sem spilaði síðast 9. ágúst síðastliðinn spilar ekki aftur fyrr en 12. september. Eftir fjórtándu umferðina tekur nefnilega við landsleikfrí þar sem íslenska landsliðið er að klára undankeppni sína fyrir HM. „Við erum með KR-upphitun í dag því við höfum ekki verið með KR-ing áður í setti,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bergdís Fanney Einarsdóttir varð fyrir því óláni að ökklabrotna í fyrsta leik eftir EM-hlé og missir því af restinni af tímabilinu. „Við spilum þarna fyrsta leik eftir hlé og þar brotna ég. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir helgina. Ég hélt að þetta væri slæm tognun og ákvað bara að fara heim og kæla. Svo fannst mér bólgan ekki hafa hjaðnað vel og fór upp á slysó. Ég keyrði sjálf þangað og labbaði inn með eina hækju en kom út í gifsi og í hjólastól,“ sagði Bergdís Fanney Einarsdóttir. „Viku seinna fór ég í aðgerð og núna er ég sex skrúfum og einni plötu ríkari. Það er hægt að taka pinnana út eftir tíu til tólf vikur þegar liðbandið er orðið nógu gott. Það var víst orðið eitthvað lélegt eftir að maður var búin að labba á þessu,“ sagði Bergdís Fanney. „Það getur verið erfitt að horfa á liðið sitt ströggla og geta ekki hjálpað því. Maður þarf bara að halda í jákvæðnina og vera til staðar þegar maður getur og hvetja þær áfram. Ég veit að það býr fullt í þessu liði,“ sagði Bergdís. Það má horfa á allt spjallið við Bergdísi og Guðlaugu hér fyrir ofan. Þær ræða þær ýmislegt og velta fyrir sér leikjunum í Bestu deildinni annað kvöld. Leikirnir eru Þróttur R.-ÍBV, Selfoss-Þór/KA og Afturelding- Keflavík. Klippa: Besta upphitunin fyrir 13. umferð: Guðlaug og Bergdís Fanney Besta deild kvenna KR Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Upphitunarþáttinn má nú finna hér á Vísi en umferðin er óvenjuleg því tveir fyrstu leikir hennar fóru fram í júlímánuði. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni. Frestanir vegna Evrópuleikja Vals og Breiðabliks bitna sérstaklega illa á KR-konum því leik þeirra á móti Vals í næstu umferð var einnig frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að KR liðið, sem spilaði síðast 9. ágúst síðastliðinn spilar ekki aftur fyrr en 12. september. Eftir fjórtándu umferðina tekur nefnilega við landsleikfrí þar sem íslenska landsliðið er að klára undankeppni sína fyrir HM. „Við erum með KR-upphitun í dag því við höfum ekki verið með KR-ing áður í setti,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bergdís Fanney Einarsdóttir varð fyrir því óláni að ökklabrotna í fyrsta leik eftir EM-hlé og missir því af restinni af tímabilinu. „Við spilum þarna fyrsta leik eftir hlé og þar brotna ég. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir helgina. Ég hélt að þetta væri slæm tognun og ákvað bara að fara heim og kæla. Svo fannst mér bólgan ekki hafa hjaðnað vel og fór upp á slysó. Ég keyrði sjálf þangað og labbaði inn með eina hækju en kom út í gifsi og í hjólastól,“ sagði Bergdís Fanney Einarsdóttir. „Viku seinna fór ég í aðgerð og núna er ég sex skrúfum og einni plötu ríkari. Það er hægt að taka pinnana út eftir tíu til tólf vikur þegar liðbandið er orðið nógu gott. Það var víst orðið eitthvað lélegt eftir að maður var búin að labba á þessu,“ sagði Bergdís Fanney. „Það getur verið erfitt að horfa á liðið sitt ströggla og geta ekki hjálpað því. Maður þarf bara að halda í jákvæðnina og vera til staðar þegar maður getur og hvetja þær áfram. Ég veit að það býr fullt í þessu liði,“ sagði Bergdís. Það má horfa á allt spjallið við Bergdísi og Guðlaugu hér fyrir ofan. Þær ræða þær ýmislegt og velta fyrir sér leikjunum í Bestu deildinni annað kvöld. Leikirnir eru Þróttur R.-ÍBV, Selfoss-Þór/KA og Afturelding- Keflavík. Klippa: Besta upphitunin fyrir 13. umferð: Guðlaug og Bergdís Fanney
Besta deild kvenna KR Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira