Hætt að vera Glowie í bili Elísabet Hanna skrifar 17. ágúst 2022 09:28 Sara Pétursdóttir segir skilið við það að vera Glowie, allavegana í bili. Skjáskot/Instagram Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári: Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári:
Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31