Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:30 Unnsteinn Manúel og Hermigervill sameinuðu krafta sína í laginu Eitur. Helga Laufey Ásgeirsdóttir Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. Hver er innblásturinn að laginu? Ég er að vinna að fyrstu sólóplötunni minni með Hermigervli. Hann kom til mín til Berlínar síðasta sumar og við byrjuðum í raun og veru upp á nýtt á plötunni þegar við lentum á þessu lagi. Hermigervill tók gítargutl frá mér og forritaði úr því þennan takt sem varð svo upphafið að laginu og í raun innblástur að plötunni í heild sinni. Ég er að einblína á danstónlist, það er tónlistin sem ég vil heyra og ég finn það að hlustendur eru á sama máli og vilja komast út að dansa eftir faraldurinn. Textinn er svo eiginlega innsýn í hugarheim okkar skemmtikrafta sem stöndum á sviðinu á klúbbnum. Hefur það verið lengi í bígerð? Það eru vísar í laginu sem eru frá því fyrir mörgum árum síðan, en við kláruðum svo lagið að mestu leyti þegar við frumfluttum það í Kryddsíldinni síðustu áramót. Ég vann aðeins í textanum síðan og ég fékk gamla gengið mitt úr stúdíóinu til þess að gefa laginu ákveðin glans. Young Karin og Flóni syngja bakraddir og Young Nazareth hljóðblandaði lagið. Klippa: Unnsteinn Manuel - Eitur Hvernig hefur sumarið verið? Þetta hefur verið mjög gott sumar, Hermigervill kom til mín til Berlínar og við unnum í plötunni. Svo fór restin af sumrinu í að undirbúa flutninga heim til Íslands eftir tvö ár í Berlín. Hilmar Mathiesen/ Viktor Weishappel Hvað er á döfinni? Ég ætla gefa út tónlist með reglulegu millibili og reyna bara að spila sem mest. Mig þyrstir í að koma fram aftur eftir þessa skrýtnu tíma og hlakka til að deila þessari nýju tónlist með sem flestum. Hermigervill og Unnsteinn að störfum.Helga Laufey Ásgeirsdóttir Tónlist Menning Tengdar fréttir Hermigervill og Unnsteinn slúttuðu Kryddsíldinni Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag. 1. janúar 2022 22:22 Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hver er innblásturinn að laginu? Ég er að vinna að fyrstu sólóplötunni minni með Hermigervli. Hann kom til mín til Berlínar síðasta sumar og við byrjuðum í raun og veru upp á nýtt á plötunni þegar við lentum á þessu lagi. Hermigervill tók gítargutl frá mér og forritaði úr því þennan takt sem varð svo upphafið að laginu og í raun innblástur að plötunni í heild sinni. Ég er að einblína á danstónlist, það er tónlistin sem ég vil heyra og ég finn það að hlustendur eru á sama máli og vilja komast út að dansa eftir faraldurinn. Textinn er svo eiginlega innsýn í hugarheim okkar skemmtikrafta sem stöndum á sviðinu á klúbbnum. Hefur það verið lengi í bígerð? Það eru vísar í laginu sem eru frá því fyrir mörgum árum síðan, en við kláruðum svo lagið að mestu leyti þegar við frumfluttum það í Kryddsíldinni síðustu áramót. Ég vann aðeins í textanum síðan og ég fékk gamla gengið mitt úr stúdíóinu til þess að gefa laginu ákveðin glans. Young Karin og Flóni syngja bakraddir og Young Nazareth hljóðblandaði lagið. Klippa: Unnsteinn Manuel - Eitur Hvernig hefur sumarið verið? Þetta hefur verið mjög gott sumar, Hermigervill kom til mín til Berlínar og við unnum í plötunni. Svo fór restin af sumrinu í að undirbúa flutninga heim til Íslands eftir tvö ár í Berlín. Hilmar Mathiesen/ Viktor Weishappel Hvað er á döfinni? Ég ætla gefa út tónlist með reglulegu millibili og reyna bara að spila sem mest. Mig þyrstir í að koma fram aftur eftir þessa skrýtnu tíma og hlakka til að deila þessari nýju tónlist með sem flestum. Hermigervill og Unnsteinn að störfum.Helga Laufey Ásgeirsdóttir
Tónlist Menning Tengdar fréttir Hermigervill og Unnsteinn slúttuðu Kryddsíldinni Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag. 1. janúar 2022 22:22 Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hermigervill og Unnsteinn slúttuðu Kryddsíldinni Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag. 1. janúar 2022 22:22
Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05