Bústaðurinn er innréttaður með gömlum húsgögnum frá fjölskyldunni og allt í fallegum gamaldags stíl.
„Þetta er samansafn af minningum þetta hús,“ útskýrir Berglind. Í bústaðnum eru meðal annars fallegir Kjarval stólar sem hafa verið lengi í fjölskyldunni.
„Við erum búin að eiga bústaðinn í 22 ár svo það er kominn tími á að við gerum eitthvað.“
Berglind hefur hannað fjölda útisvæða við bústaðinn þannig að alltaf er hægt að njóta sólar. Svo er gestahúsið einstaklega skemmtilegt og vinnustofa Péturs er ævintýraleg með glerþaki og auðvitað nóg af málverkum eftir listamanninn sjálfan.
Bústaðurinn heitir Klof og útskýra þau nafnið í þættinum. Innlit Völu Matt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.