Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 14:13 Birta Þórhalladóttir hleypur fyrir Gleym mér ei. Bítið Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt. Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“ Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“
Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira