576 hestafla Kia EV6 GT er öflugasta Kia sögunnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. ágúst 2022 07:01 KIA EV6 GT Kia er að prófa nýjar djarfar leiðir í þróun rafbíla. Á næsta ári ætlar Kia að kynna 576 hestafla GT frammistöðu útgáfu af EV6 sem á að standa í helstu sportbílum samtímans. Hefðbundin Kia EV6 bifreið í GT útgáfu er 320 hestöfl og er um 4,5 sekúndur í 100 km/klst. Sem verður að teljast nokkuð gott. Hin 675 hestafla úgáfa hefur 77,4 kWh rafhlöðupakka þar sem 160 kW mótor er tengdur við framöxulinn. Að aftan er 270 kW mótor. Samtals er útkoman því 576 hestafla bíll sem er um 3,4 sekúndur í 100 km/klst. Séð aftan á KIA EV6 GT. Kia fékk AMCI, matsfyrirtæki til að bera þessa útgáfu af EV6 GT saman við Ferrari Roma og Lamborghini Huracan Evo. EV6 hafði betur gegn báðum. Kia hefur einnig tryggt að bíllinn geti meira en farið hratt áfram. Hann er búinn sportfjöðrun sem Kia lýsir sem „framfjöðrun með einstökum frammistöðu íhlutum.“ Bíllinn er einnig með stærri bremsudiskum og Goodyear Eagle F1 dekkjum. Stýrið með í nýja EV6 GT. Þá verður bíllinn búinn hinum hefðbundnu Eco, Normal, Sport og Snjó-stillingum. Kia hefur bætt við Drift stillingu. Þá er allt aflið sent til afturdekkjanna sem gerir ökumönnum auðvelt fyrir að drifta. Bíllinn verður með drægni upp á um 340 kílómetra. Sem er skemmsta drægnin í EV6 línunni. Vistvænir bílar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Hefðbundin Kia EV6 bifreið í GT útgáfu er 320 hestöfl og er um 4,5 sekúndur í 100 km/klst. Sem verður að teljast nokkuð gott. Hin 675 hestafla úgáfa hefur 77,4 kWh rafhlöðupakka þar sem 160 kW mótor er tengdur við framöxulinn. Að aftan er 270 kW mótor. Samtals er útkoman því 576 hestafla bíll sem er um 3,4 sekúndur í 100 km/klst. Séð aftan á KIA EV6 GT. Kia fékk AMCI, matsfyrirtæki til að bera þessa útgáfu af EV6 GT saman við Ferrari Roma og Lamborghini Huracan Evo. EV6 hafði betur gegn báðum. Kia hefur einnig tryggt að bíllinn geti meira en farið hratt áfram. Hann er búinn sportfjöðrun sem Kia lýsir sem „framfjöðrun með einstökum frammistöðu íhlutum.“ Bíllinn er einnig með stærri bremsudiskum og Goodyear Eagle F1 dekkjum. Stýrið með í nýja EV6 GT. Þá verður bíllinn búinn hinum hefðbundnu Eco, Normal, Sport og Snjó-stillingum. Kia hefur bætt við Drift stillingu. Þá er allt aflið sent til afturdekkjanna sem gerir ökumönnum auðvelt fyrir að drifta. Bíllinn verður með drægni upp á um 340 kílómetra. Sem er skemmsta drægnin í EV6 línunni.
Vistvænir bílar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent