Ytri Rangá ennþá á toppnum Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2022 12:37 Ytri-Rangá er aflahæst laxveiðiánna það sem af er sumri, Mynd / Garðar Í nýjum vikulegum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga bera Rangárnar höfuð og herðar yfir næst ár á listanum en Ytri Rangá er þó ennþá hæst. Veiðin í Ytri er búin að vera mjög góð í sumar og seinni parturinn er búinn að vera mjög líflegur. Heildarveiðin í ánni er komin í 2.507 laxa og miðað við hvað reyndir veiðimenn við ánna segja þá er alls ekki ólíklegt að hún fari í 4.000 laxa á þessu tímabili. Eystri Rangá er komin í 2.074 laxa og þar hefur að sama skapi verið fín veiði og lax er ennþá að ganga enda fást bjartir laxar nær daglega þó svo að ágúst mánuður sé brátt á anda. Hæst á listanum yfir náttúrulegu árnar er Þverá-Kjarrá með 1.155 laxa en með góðum endasprett er mjög líklegt að hún nái heildarveiðinni í fyrra sem var 1.377 laxar. Norðurá er komin yfir 1.000 laxa og 99 betur sem er samt töluvert undir heildarveiðinni í fyrra sem var 1.431 lax. Annað áhugavert á listanum má nefna að Elliðaárnar eru komnar yfir veiðina í fyrra en nú stendur veiðitalan þar í 622 á móti 617 allt sumarið 2021. Blanda er komin yfir sumarveiðina 2021 sem var 418 laxar en heildartalan í henni núna er 531 lax. Heildarlistann má finna á www.angling.is Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Veiðin í Ytri er búin að vera mjög góð í sumar og seinni parturinn er búinn að vera mjög líflegur. Heildarveiðin í ánni er komin í 2.507 laxa og miðað við hvað reyndir veiðimenn við ánna segja þá er alls ekki ólíklegt að hún fari í 4.000 laxa á þessu tímabili. Eystri Rangá er komin í 2.074 laxa og þar hefur að sama skapi verið fín veiði og lax er ennþá að ganga enda fást bjartir laxar nær daglega þó svo að ágúst mánuður sé brátt á anda. Hæst á listanum yfir náttúrulegu árnar er Þverá-Kjarrá með 1.155 laxa en með góðum endasprett er mjög líklegt að hún nái heildarveiðinni í fyrra sem var 1.377 laxar. Norðurá er komin yfir 1.000 laxa og 99 betur sem er samt töluvert undir heildarveiðinni í fyrra sem var 1.431 lax. Annað áhugavert á listanum má nefna að Elliðaárnar eru komnar yfir veiðina í fyrra en nú stendur veiðitalan þar í 622 á móti 617 allt sumarið 2021. Blanda er komin yfir sumarveiðina 2021 sem var 418 laxar en heildartalan í henni núna er 531 lax. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði