Frumsýning: Gusgus og Æði strákarnir í eina sæng Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Æði strákarnir leika í nýju tónlistarmyndbandi Gusgus við lagið Hold me in your arms again. Stikla úr myndbandi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við glænýtt lag hljómsveitarinnar Gusgus. Lagið ber nafnið „Hold me in your arms again“ og hér skína Æði strákarnir skært við grípandi tóna en Jóhann Kristófer Stefánsson, leikstjóri Æði þáttanna, er einnig leikstjóri myndbandsins. Hér má sjá myndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Jóhanni Kristófer. „Biggi Veira hafði samband við mig í sumar og sagði mér frá því að GusGus væru að fara gefa út smáskífu með remixi af gömlu Italo Disco lagi sem heitir Bolero. Hann langaði að gera myndband og verandi mikill aðdáandi Æði vildi hann fá þá í myndbandið og mig til að leikstýra því,“ segir Jóhann um upphaf samstarfsins. Lagið kom út á labeli sem heitir The Weird & The Wonderful og auk Bigga Veiru syngur John Grant á því. Dýrmæt lexía Söguþráðurinn er með sanni áhugaverður: „Í myndbandinu sjáum við þá Patta Jaime, Bassa Maraj og tvíburanna Gunnar og Sæmund í myndatöku hjá hinum geðþekka ljósmyndara Franz Aragosta, leikinn af Hákoni Jóhannessyni. Patti virðist eiga erfitt uppdráttar, finnst allt ómögulegt og kemur illa saman við ljósmyndarann sem og alla aðra á settinu. Óþægindi hans stigmagnast og þegar þau ná hámarki hverfur hann inn í aðra vídd þar sem Veiran sjálf kennir honum dýrmæta lexíu,“ segir Jóhann. Patrekur Jaime hverfur í aðra vídd.Stikla úr myndbandi Æði gengið augljóst val Að sögn Bigga Veiru kom ekkert annað til greina en að fá Æði strákana í lið með sér: „Hold me in your arms again eða Bolero eins og frumútgáfan heitir, er fyrir mér gleðismellur fyrir ástina í sjálfum þér, þá er ég að meina þá ást sem þú gefur öðrum. Að elska óeigingjarnt krefst sjálfsástar sem er einungis möguleg ef sá lifir ekki í skömm. Sumir eru hataðir fyrir það sem þeir eru í kjarnanum. Æði gengið var augljóst fyrsta val í verkið.“ Patrekur Jaime og Biggi Veira í faðmlögum.Stikla úr myndbandi Klassískur boðskapur „Boðskapur myndbandsins er fyrir mér klassískur, að komast í gegnum ótta og inn í ástina,“ segir Jóhann og bætir við: „Þegar manneskjur leyfa sér að vera, sleppa takinu á kvíða og endalausum hugsunum byggðum á því sem áður hefur gengið, þá er allt hægt.“ Myndbandið var skotið og klippt af Tómasi Sturlusyni, um búninga og listræna stjórnun sá Júlía Gronvaldt og þær Kolbrún Anna Vignisdóttir og Elín Arna Ringsted sáu um förðun. Tónlist Menning Æði Tengdar fréttir Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Jóhanni Kristófer. „Biggi Veira hafði samband við mig í sumar og sagði mér frá því að GusGus væru að fara gefa út smáskífu með remixi af gömlu Italo Disco lagi sem heitir Bolero. Hann langaði að gera myndband og verandi mikill aðdáandi Æði vildi hann fá þá í myndbandið og mig til að leikstýra því,“ segir Jóhann um upphaf samstarfsins. Lagið kom út á labeli sem heitir The Weird & The Wonderful og auk Bigga Veiru syngur John Grant á því. Dýrmæt lexía Söguþráðurinn er með sanni áhugaverður: „Í myndbandinu sjáum við þá Patta Jaime, Bassa Maraj og tvíburanna Gunnar og Sæmund í myndatöku hjá hinum geðþekka ljósmyndara Franz Aragosta, leikinn af Hákoni Jóhannessyni. Patti virðist eiga erfitt uppdráttar, finnst allt ómögulegt og kemur illa saman við ljósmyndarann sem og alla aðra á settinu. Óþægindi hans stigmagnast og þegar þau ná hámarki hverfur hann inn í aðra vídd þar sem Veiran sjálf kennir honum dýrmæta lexíu,“ segir Jóhann. Patrekur Jaime hverfur í aðra vídd.Stikla úr myndbandi Æði gengið augljóst val Að sögn Bigga Veiru kom ekkert annað til greina en að fá Æði strákana í lið með sér: „Hold me in your arms again eða Bolero eins og frumútgáfan heitir, er fyrir mér gleðismellur fyrir ástina í sjálfum þér, þá er ég að meina þá ást sem þú gefur öðrum. Að elska óeigingjarnt krefst sjálfsástar sem er einungis möguleg ef sá lifir ekki í skömm. Sumir eru hataðir fyrir það sem þeir eru í kjarnanum. Æði gengið var augljóst fyrsta val í verkið.“ Patrekur Jaime og Biggi Veira í faðmlögum.Stikla úr myndbandi Klassískur boðskapur „Boðskapur myndbandsins er fyrir mér klassískur, að komast í gegnum ótta og inn í ástina,“ segir Jóhann og bætir við: „Þegar manneskjur leyfa sér að vera, sleppa takinu á kvíða og endalausum hugsunum byggðum á því sem áður hefur gengið, þá er allt hægt.“ Myndbandið var skotið og klippt af Tómasi Sturlusyni, um búninga og listræna stjórnun sá Júlía Gronvaldt og þær Kolbrún Anna Vignisdóttir og Elín Arna Ringsted sáu um förðun.
Tónlist Menning Æði Tengdar fréttir Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15