50 laxa dagar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 24. ágúst 2022 08:46 Flott morgunveiði í Rangárvaði í gær. Hundurinn Freyja afar stolt með feng dagsins Mynd: Karl Lúðvíksson Eystri Rangá er að eiga gott sumar og veiðin í ánni er nokkuð jöfn þessa dagana en til að gera þetta ennþá skemmtilegra er nýr lax að ganga á hverjum degi. Eystri Rangá getur verið að fá göngur langt inn í október og stundum lengur. Þetta gerir það að verkum að veiðimenn sem veiða síðsumars eru reglulega að fá nýgengna laxa í bland við legna. Áin hefur verið að fá góðar göngur í sumar og eru helstu staðir í ánni vel setnir af laxi. Þar má nefna Strandsíki, Dýjanes, Bátsvað, Drápubakka og Rangárvaðið en þar liggur lax frá útfalli við sleppitjörn og niður næstu 150 metrana í það minnsta. Sama með Drápubakka. Þar var sett niður ný tjörn og árangurinn af henni sést vel enda er mikið af laxi á breiðunni fyrir neðan tjörnina. Í fyrradag komu 54 laxar á land og gærdagurinn ekki síðri en áin er í frábæru vatni eins og yfirleitt nema að því viðbættu að hún er tær og þess vegna reglulega gaman að nota hefðbundnar litlar flugur við veiðar. Stærðir 12-14# hafa til dæmis verið að virka miklu betur heldur en túpurnar sem veiðimenn nota venjulega þarna en það breytist auðvitað ef hún litast. Það er eingöngu veitt á flugu þessa dagana þegar vikan er að skila um það bil 250-300 löxum en það á eftir að breytast ansi mikið þegar maðkurinn fer í ánna 1. september. Miðað við magn af laxi í Eystri þá reikna vanir menn að fyrsta vikan í maðki gæti skilað 500-600 löxum ef skilyrðin verða góð. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Eystri Rangá getur verið að fá göngur langt inn í október og stundum lengur. Þetta gerir það að verkum að veiðimenn sem veiða síðsumars eru reglulega að fá nýgengna laxa í bland við legna. Áin hefur verið að fá góðar göngur í sumar og eru helstu staðir í ánni vel setnir af laxi. Þar má nefna Strandsíki, Dýjanes, Bátsvað, Drápubakka og Rangárvaðið en þar liggur lax frá útfalli við sleppitjörn og niður næstu 150 metrana í það minnsta. Sama með Drápubakka. Þar var sett niður ný tjörn og árangurinn af henni sést vel enda er mikið af laxi á breiðunni fyrir neðan tjörnina. Í fyrradag komu 54 laxar á land og gærdagurinn ekki síðri en áin er í frábæru vatni eins og yfirleitt nema að því viðbættu að hún er tær og þess vegna reglulega gaman að nota hefðbundnar litlar flugur við veiðar. Stærðir 12-14# hafa til dæmis verið að virka miklu betur heldur en túpurnar sem veiðimenn nota venjulega þarna en það breytist auðvitað ef hún litast. Það er eingöngu veitt á flugu þessa dagana þegar vikan er að skila um það bil 250-300 löxum en það á eftir að breytast ansi mikið þegar maðkurinn fer í ánna 1. september. Miðað við magn af laxi í Eystri þá reikna vanir menn að fyrsta vikan í maðki gæti skilað 500-600 löxum ef skilyrðin verða góð.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði