Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. Forvöl sem haldin voru í New York-ríki og Flórída í gær, auk sérstakra kosninga í New York, eru talin sýna að staða Repúblikana sé mögulega ekki eins og góð og þeir vona og Demókratar óttast. Þingkosningar á miðju kjörtímabili forseta reynast oftar en ekki erfiðar fyrir þann flokk sem er við völd í Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hefur útlitið verið á þann veg að Demókratar eigi undir högg að sækja og eru þeir líklegir til að tapa meirihluta sínum í báðum deildum þingsins. Frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs hefur Demókrötum þó vaxið ásmegin. Peningar hafa streymt í kosningasjóði þeirra og fylgi þeirra hefur aukist í könnunum. Þátttaka í forvölum Demókrataflokksins hefur þar að auki verið mikil. Demókratar hafa heilt yfir staðið sig mun betur en kannanir höfðu gefið til kynna í öðrum sambærilegum kosningum í Bandaríkjunum, eins og í Nebraska og Minnesota. Kanarífugl í kolanámu Í frétt Politico segir að sérstakar kosningar og forvölin í gær gefi ekki endilega raunsæja mynd af mögulegum vendingum fyrir kosningarnar í nóvember. Kosningarnar í New York, og þá sérstaklega í nítjánda kjördæmi ríkisins, þar sem tveir frambjóðendur kepptu um þingsæti Antonio Delgado, sem var að hætta, gefi þó þá skýrustu mynd sem sé í boði. Kjördæmið er svokallað baráttukjördæmi en Trump vann þar í forsetakosningunum 2016 og Joe Biden árið 2020. Hart var barist um þingsætið og vörðu báðir flokkar miklum peningum í baráttuna. Þá gerðu flokkarnir einnig tilraunir með boðskap sinn fyrir kosningarnar í nóvember. Rebúblikanar keyrðu á efnahagsmálum og hárri verðbólgu en Demókratar lögðu áherslu á rétt kvenna til þungunarrofs. Pat Ryan frá Demókrataflokknum vann Marcus Molinaro í kosningunum með 51,1 prósent atkvæða gegn 48,9 prósentum. Demókratinn Pat Ryan sigraði eftir erfiða baráttu í nítjánda kjördæmi New York.AP/Mary Altaffer Einn viðmælandi Politico segir að kosningin í nítjánda kjördæmi New York sé eins konar kanarífugl í kolanámu. Hún sýni að staða Demókrata sé ekki eins slæm og talið sé. Það hvernig kosningin fór mun þó hafa lítil áhrif til lengri tíma, þar sem þingsætið mun hverfa í nóvember vegna breytinga á kjördæmum. Hagnast á breyttum kjördæmum Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja sem munu reynast þeim vel í baráttunni um meirihluta í fulltrúadeildinni. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það gengur í stuttu máli út á það að breyta kjördæmum og draga þannig úr vægi atkvæða kjósenda hins flokksins. Hér má sjá útskýringarmyndband USA Today frá því í sumar þar sem Gerrymandering er útskýrt. Demókratar reyndu að gera Repúblikönum óleik með því að gera breytingar á kjördæmum New York en hæstiréttur ríkisins steig þar inn í. Rétturinn sagði breytingarnar ósanngjarnar og lét tekna upp ný og sanngjarnari kjördæmi og fresta kosningum á meðan sú vinna stóð yfir. Það hefur þegar kostað Demókrata eitt þingsæti í fulltrúadeildinni. Í Manhattan þurftu tveir þingmenn Demókrataflokksins til að mynda að keppast um sama þingsætið í breyttu kjördæmi. Það voru þau Jerrold Nadler og Carolyn B. Maloney en bæði eru þau áhrifamikil innan Demókrataflokksins. Nadler vann fovalið. Aðra sögu er að segja frá Flórída þar sem Ron DeSantis, ríkisstjóri, og ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins, gerðu breytingar á kjördæmum ríkisins. Hæstiréttur Flórída, þar sem allir dómararnir hafa verið skipaðir af Repúblikönum, sögðu ekkert að því að breyta kjördæmunum. AP fréttaveitan segir þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á Demókrataflokkinn og þar á meðal leitt til þess að tveir þeldökkir þingmenn Demókrataflokksins missa sæti sín. Kjördæmi þeirra, þar sem kjósendur eru flestir þeldökkir, var breytt gífurlega. Trump ræður Forvölin í New York og Flórída, og í öðrum ríkjum í sumar, hafa sýnt að Donald Trump, fyrrverandi forseti, er enn gífurlega áhrifamikill innan flokksins. Í Flórída sigruðu margir af frambjóðendum sem hann styður í forvölum Repúblikanaflokksins. Þar á meðal eru mjög umdeildir frambjóðendur sem hafa meðal annars tekið undir lygar Trumps um að svindlað hafi verið á honum í forsetakosningunum 2020, sem hann tapaði. Washington Post segir frá því að Laurel Lee, fyrrverandi innanríkisráðherra DeSantis, hafi sigrað forvalið í einu af fjölmörgum nýjum kjördæmum Flórída. Hún hefur verið í forsvari viðleitni Repúblikana til að gera fólki erfiðara að kjósa í Flórída. Dómari felldi niður hluta þeirra reglna sem Lee og aðrir Repúblikanar komu í gegn og sakaði þau um að beina sjónum sínum sérstaklega að þeldökkum kjósendum og reyna að grafa undan kosningarétti þeirra. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Matt Gaetz vann einnig í sínu forvali. Hann er ötull stuðningsmaður Trumps og er til rannsóknar vegna gruns um að hafa brotið mannsalslög. Sjá einnig: Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum Forvöl gærdagsins og síðustu vikna sína glögglega hve sterkt tak Trump hefur á Repúblikanaflokknum. Áhrifamenn innan flokksins eru þó sagðir hafa áhyggjur af því að fjöldi umdeildra og óreyndra frambjóðenda Repúblikanaflokksins muni koma niður á flokknum í kjörklefum Bandaríkjanna. Aðrir kjósendur en stuðningsmenn Trumps muni hika við að kjósa þetta fólk. Sjá einnig: Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Kannanir hafa sýnt að vinsældir Trumps meðal almennra kjósenda og kjósenda Repúblikanaflokksins hafa farið dvínandi. Stuðningsmenn Trumps eru þó manna duglegastir við að taka þátt í forvölum flokksins. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af því að fjöldi óreyndra og umdeildra frambjóðenda sem Donald Trump styður og styðja hann, geti komið niður á flokknum í kosningunum í nóvember.EPA/SHAWN THEW Hafa staðið sig betur en Biden Frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi hafa verið haldnar fimm kosningar um þingsæi fráfarandi þingmanna í Bandaríkjunum. Demókratar hafa staðið sig betur en búist var við í öllum þeirra, að virðist. Samkvæmt New York Times hafa Demókratar fengið stærri hlut atkvæða en Biden fékk árið 2020 í fjórum af þessum kjördæmum. Í því fimmta, í Alaska, liggja lokaniðurstöður ekki fyrir en útlit er fyrir að þar sé það sama upp á teningnum. Að meðaltali unnu Repúblikanar kjördæmin fjögur með 3,7 prósentustigum. Trump vann þessi sömu kjördæmi með 7,7 prósentustiga forskoti, að meðaltali, árið 2020. Þetta er þó nokkur munur og lítur ekki vel út fyrir Repúblikanaflokkinn þegar tekið er til skoðunar að Trump fékk 4,5 prósentustigum færri atkvæði en Biden á landsvísu. Þetta gefur sérstaklega til kynna að líkur Repúblikana á því að fjölga sætum sínum í öldungadeildinni séu ekki góðar en þar eru engin kjördæmi heldur kjósa allir íbúar ríkja Bandaríkjanna um sömu frambjóðendurna. Eins og farið er yfir hér að ofan, er það mjög sjaldgæft í kosningum sem þessum. Sá flokkur sem er við völd fær iðulega að kenna á því og þannig var útlitið fyrir tiltölulega stuttu síðan. Þannig er útlitið ekki lengur og bæði Demókratar og Repúblikanar virðast átta sig á því. Blaðamaðurinn Jake Sherman birti í kvöld mynd af fjáröflunartölvupósti sem Repúblikanar eru byrjaðir að senda út til stuðningsmanna sinna. Þar segir að staða Repúblikana sé vægast sagt ekki góð. If House Republicans try to downplay last nights loss in New York, here s an fundraising email that says the gop is in serious danger of losing everything. Also Dems have @momentum. Email subject line says devastating pic.twitter.com/paseLI6yQA— Jake Sherman (@JakeSherman) August 24, 2022 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar 2020 Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11. ágúst 2022 14:30 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. 8. ágúst 2022 07:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent
Forvöl sem haldin voru í New York-ríki og Flórída í gær, auk sérstakra kosninga í New York, eru talin sýna að staða Repúblikana sé mögulega ekki eins og góð og þeir vona og Demókratar óttast. Þingkosningar á miðju kjörtímabili forseta reynast oftar en ekki erfiðar fyrir þann flokk sem er við völd í Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hefur útlitið verið á þann veg að Demókratar eigi undir högg að sækja og eru þeir líklegir til að tapa meirihluta sínum í báðum deildum þingsins. Frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs hefur Demókrötum þó vaxið ásmegin. Peningar hafa streymt í kosningasjóði þeirra og fylgi þeirra hefur aukist í könnunum. Þátttaka í forvölum Demókrataflokksins hefur þar að auki verið mikil. Demókratar hafa heilt yfir staðið sig mun betur en kannanir höfðu gefið til kynna í öðrum sambærilegum kosningum í Bandaríkjunum, eins og í Nebraska og Minnesota. Kanarífugl í kolanámu Í frétt Politico segir að sérstakar kosningar og forvölin í gær gefi ekki endilega raunsæja mynd af mögulegum vendingum fyrir kosningarnar í nóvember. Kosningarnar í New York, og þá sérstaklega í nítjánda kjördæmi ríkisins, þar sem tveir frambjóðendur kepptu um þingsæti Antonio Delgado, sem var að hætta, gefi þó þá skýrustu mynd sem sé í boði. Kjördæmið er svokallað baráttukjördæmi en Trump vann þar í forsetakosningunum 2016 og Joe Biden árið 2020. Hart var barist um þingsætið og vörðu báðir flokkar miklum peningum í baráttuna. Þá gerðu flokkarnir einnig tilraunir með boðskap sinn fyrir kosningarnar í nóvember. Rebúblikanar keyrðu á efnahagsmálum og hárri verðbólgu en Demókratar lögðu áherslu á rétt kvenna til þungunarrofs. Pat Ryan frá Demókrataflokknum vann Marcus Molinaro í kosningunum með 51,1 prósent atkvæða gegn 48,9 prósentum. Demókratinn Pat Ryan sigraði eftir erfiða baráttu í nítjánda kjördæmi New York.AP/Mary Altaffer Einn viðmælandi Politico segir að kosningin í nítjánda kjördæmi New York sé eins konar kanarífugl í kolanámu. Hún sýni að staða Demókrata sé ekki eins slæm og talið sé. Það hvernig kosningin fór mun þó hafa lítil áhrif til lengri tíma, þar sem þingsætið mun hverfa í nóvember vegna breytinga á kjördæmum. Hagnast á breyttum kjördæmum Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja sem munu reynast þeim vel í baráttunni um meirihluta í fulltrúadeildinni. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það gengur í stuttu máli út á það að breyta kjördæmum og draga þannig úr vægi atkvæða kjósenda hins flokksins. Hér má sjá útskýringarmyndband USA Today frá því í sumar þar sem Gerrymandering er útskýrt. Demókratar reyndu að gera Repúblikönum óleik með því að gera breytingar á kjördæmum New York en hæstiréttur ríkisins steig þar inn í. Rétturinn sagði breytingarnar ósanngjarnar og lét tekna upp ný og sanngjarnari kjördæmi og fresta kosningum á meðan sú vinna stóð yfir. Það hefur þegar kostað Demókrata eitt þingsæti í fulltrúadeildinni. Í Manhattan þurftu tveir þingmenn Demókrataflokksins til að mynda að keppast um sama þingsætið í breyttu kjördæmi. Það voru þau Jerrold Nadler og Carolyn B. Maloney en bæði eru þau áhrifamikil innan Demókrataflokksins. Nadler vann fovalið. Aðra sögu er að segja frá Flórída þar sem Ron DeSantis, ríkisstjóri, og ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins, gerðu breytingar á kjördæmum ríkisins. Hæstiréttur Flórída, þar sem allir dómararnir hafa verið skipaðir af Repúblikönum, sögðu ekkert að því að breyta kjördæmunum. AP fréttaveitan segir þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á Demókrataflokkinn og þar á meðal leitt til þess að tveir þeldökkir þingmenn Demókrataflokksins missa sæti sín. Kjördæmi þeirra, þar sem kjósendur eru flestir þeldökkir, var breytt gífurlega. Trump ræður Forvölin í New York og Flórída, og í öðrum ríkjum í sumar, hafa sýnt að Donald Trump, fyrrverandi forseti, er enn gífurlega áhrifamikill innan flokksins. Í Flórída sigruðu margir af frambjóðendum sem hann styður í forvölum Repúblikanaflokksins. Þar á meðal eru mjög umdeildir frambjóðendur sem hafa meðal annars tekið undir lygar Trumps um að svindlað hafi verið á honum í forsetakosningunum 2020, sem hann tapaði. Washington Post segir frá því að Laurel Lee, fyrrverandi innanríkisráðherra DeSantis, hafi sigrað forvalið í einu af fjölmörgum nýjum kjördæmum Flórída. Hún hefur verið í forsvari viðleitni Repúblikana til að gera fólki erfiðara að kjósa í Flórída. Dómari felldi niður hluta þeirra reglna sem Lee og aðrir Repúblikanar komu í gegn og sakaði þau um að beina sjónum sínum sérstaklega að þeldökkum kjósendum og reyna að grafa undan kosningarétti þeirra. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Matt Gaetz vann einnig í sínu forvali. Hann er ötull stuðningsmaður Trumps og er til rannsóknar vegna gruns um að hafa brotið mannsalslög. Sjá einnig: Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum Forvöl gærdagsins og síðustu vikna sína glögglega hve sterkt tak Trump hefur á Repúblikanaflokknum. Áhrifamenn innan flokksins eru þó sagðir hafa áhyggjur af því að fjöldi umdeildra og óreyndra frambjóðenda Repúblikanaflokksins muni koma niður á flokknum í kjörklefum Bandaríkjanna. Aðrir kjósendur en stuðningsmenn Trumps muni hika við að kjósa þetta fólk. Sjá einnig: Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Kannanir hafa sýnt að vinsældir Trumps meðal almennra kjósenda og kjósenda Repúblikanaflokksins hafa farið dvínandi. Stuðningsmenn Trumps eru þó manna duglegastir við að taka þátt í forvölum flokksins. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af því að fjöldi óreyndra og umdeildra frambjóðenda sem Donald Trump styður og styðja hann, geti komið niður á flokknum í kosningunum í nóvember.EPA/SHAWN THEW Hafa staðið sig betur en Biden Frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi hafa verið haldnar fimm kosningar um þingsæi fráfarandi þingmanna í Bandaríkjunum. Demókratar hafa staðið sig betur en búist var við í öllum þeirra, að virðist. Samkvæmt New York Times hafa Demókratar fengið stærri hlut atkvæða en Biden fékk árið 2020 í fjórum af þessum kjördæmum. Í því fimmta, í Alaska, liggja lokaniðurstöður ekki fyrir en útlit er fyrir að þar sé það sama upp á teningnum. Að meðaltali unnu Repúblikanar kjördæmin fjögur með 3,7 prósentustigum. Trump vann þessi sömu kjördæmi með 7,7 prósentustiga forskoti, að meðaltali, árið 2020. Þetta er þó nokkur munur og lítur ekki vel út fyrir Repúblikanaflokkinn þegar tekið er til skoðunar að Trump fékk 4,5 prósentustigum færri atkvæði en Biden á landsvísu. Þetta gefur sérstaklega til kynna að líkur Repúblikana á því að fjölga sætum sínum í öldungadeildinni séu ekki góðar en þar eru engin kjördæmi heldur kjósa allir íbúar ríkja Bandaríkjanna um sömu frambjóðendurna. Eins og farið er yfir hér að ofan, er það mjög sjaldgæft í kosningum sem þessum. Sá flokkur sem er við völd fær iðulega að kenna á því og þannig var útlitið fyrir tiltölulega stuttu síðan. Þannig er útlitið ekki lengur og bæði Demókratar og Repúblikanar virðast átta sig á því. Blaðamaðurinn Jake Sherman birti í kvöld mynd af fjáröflunartölvupósti sem Repúblikanar eru byrjaðir að senda út til stuðningsmanna sinna. Þar segir að staða Repúblikana sé vægast sagt ekki góð. If House Republicans try to downplay last nights loss in New York, here s an fundraising email that says the gop is in serious danger of losing everything. Also Dems have @momentum. Email subject line says devastating pic.twitter.com/paseLI6yQA— Jake Sherman (@JakeSherman) August 24, 2022
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40
Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11. ágúst 2022 14:30
Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29
Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. 8. ágúst 2022 07:15