Brutu jafnréttislög þegar konu var sagt upp vegna kynferðislegra tilburða Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 10:16 Kærunefndin taldi Strætó ekki hafa náð að sýna fram á að uppsögnin hafi verið framkvæmt með lögmætum hætti. Vísir/Vilhelm Strætó bs. braut gegn jafnréttislögum þegar stjórnendur sögðu konu upp störfum eftir að kvartað var yfir óviðeigandi skilaboðum hennar til samstarfsmanns. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála en fjallað er um málið í nýrri ársskýrslu nefndarinnar. Fyrrverandi starfsmaður Strætó kærði starfslokin til kærunefndarinnar í september 2021 og hélt því fram að fyrirtækið hefði sagt henni upp með ólögmætum hætti með því að þvinga hana til að gera starfslokasamkomulag. Með því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Fram kemur í ársskýrslu kærunefndar jafnréttismála að til grundvallar starfslokasamkomulaginu hafi legið kvörtun samstarfsmanns konunnar yfir óviðeigandi skilaboðum sem hún hafi sent honum. Leit Strætó svo á að konan hafi haft uppi kynferðislega tilburði og þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Litið til aldurs hennar Að sögn kærunefndarinnar fór Strætó ekki að reglum við starfslok kæranda og var samstarfsmaðurinn karl í stjórnunarstöðu sem var töluvert yngri en konan. Litið hafi verið til aldurs hennar við ákvörðun um starfslokin og skilaboðin ekki rannsökuð sérstaklega með tilliti til málskilnings hennar þar sem hún væri að öðrum þjóðernisuppruna en samstarfsmaðurinn. Í ljósi þessa var það mat kærunefndarinnar að konan hefði leitt líkur að því að mismunun á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna hafi átt sér stað við starfslokin, sem feli í sér brot á ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Þá var ekki hjá því komist að telja að [Strætó] bs. hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernisuppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, [samanber] sömu lagaákvæði,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Strætó Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Strætó kærði starfslokin til kærunefndarinnar í september 2021 og hélt því fram að fyrirtækið hefði sagt henni upp með ólögmætum hætti með því að þvinga hana til að gera starfslokasamkomulag. Með því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Fram kemur í ársskýrslu kærunefndar jafnréttismála að til grundvallar starfslokasamkomulaginu hafi legið kvörtun samstarfsmanns konunnar yfir óviðeigandi skilaboðum sem hún hafi sent honum. Leit Strætó svo á að konan hafi haft uppi kynferðislega tilburði og þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Litið til aldurs hennar Að sögn kærunefndarinnar fór Strætó ekki að reglum við starfslok kæranda og var samstarfsmaðurinn karl í stjórnunarstöðu sem var töluvert yngri en konan. Litið hafi verið til aldurs hennar við ákvörðun um starfslokin og skilaboðin ekki rannsökuð sérstaklega með tilliti til málskilnings hennar þar sem hún væri að öðrum þjóðernisuppruna en samstarfsmaðurinn. Í ljósi þessa var það mat kærunefndarinnar að konan hefði leitt líkur að því að mismunun á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna hafi átt sér stað við starfslokin, sem feli í sér brot á ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Þá var ekki hjá því komist að telja að [Strætó] bs. hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernisuppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, [samanber] sömu lagaákvæði,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.
Strætó Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira