Vill auka samtal milli sveitarfélaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 14:18 Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi var í dag kjörin nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða mun taka við starfinu af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi SÍS í lok septembermánaðar. Hún segist spennt að taka við starfinu en mörg verkefni blasi við. Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18