Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. ágúst 2022 22:30 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur. Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur.
Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06