Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 14:30 Birgitta Haukdal. Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira