Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 14:30 Birgitta Haukdal. Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira