Umræða um breytingu á nafni múffa ekki tengd bakarameisturum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 18:09 Gerður segir að múffur sem keyptar eru í bakaríi séu ekki að rugla fólk sem kaupir múffur í kynlífstækjaverslunum. Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir að það hafi lengi verið uppi hugmynd um að breyta nafni kynlífstæki karla sem kallast múffa. Þó sé ruglingur við bakkelsið ekki ástæðan fyrir þeirri pælingu. Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla. Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla.
Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira