„Við erum allar mjög góðar fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2022 11:31 Hópurinn í heild sinni. Raunveruleikaþættirnir LXS hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum er fylgst með lífi vinsælustu samfélagsmiðlastjarna landsins. Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira