Eva bjargar átta ára snáða úr ógöngum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 10:30 Sem betur fer fyrir hinn átta ára snáða var Eva með athyglisgáfuna í góðu lagi. Þegar hún hafði áttað sig á því að drengurinn var að fara í kolvitlausa átt tók hún málin í sínar hendur. vísir/vilhelm Frásögn af átta ára dreng sem var kominn illilega af leið í strætisvagni í vikunni hefur vakið nokkra athygli víða á samfélagsmiðlum. Drengurinn er búsettur í Mosfellsbæ en var óvænt kominn í Grafarvog og vissi ekki almennilega hvað var að gerast. Eva Najaaraq Kristinsdóttir, 17 ára nemi við Fjölbrautarskólann í Ármúla, tók málin í sínar hendur. Drengurinn hafði óvart, eftir að hafa verið að leika með vinum sínum, tekið vitlausan vagn. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, lýsir því svo á Facebook-síðu sinni að hann hafi ætlað til vinar síns eftir kvöldmat en lét ekki vita af sér. „Þeir félagar fóru svo í hoppubelginn. Á leiðinni heim var hann orðinn svo þreyttur og ætlaði að hoppa í strætó upp brekkuna og inn í hverfi. Nema hvað hann tekur vitlausan strætó og endar hjá Egilshöll.“ „Hann var svo mikil dúlla“ Hér er því um hetjusögu úr hversdagslífinu að ræða, sögurnar sem mestu máli skipta. Vísir fékk Evu til að lýsa atburðum eins og þeir komu henni fyrir sjónir. Hún segist hafa setið aftarlega í strætisvagninum á leið í Spöngina. Drengurinn kom svo í vagninn við Álafoss og settist alveg aftast. Eva hugsaði ekki mikið út í það en fór svo að gefa drengnum gaum þegar þau nálguðust Grafarvoginn. Hann var þá orðinn nokkuð lítill í sér og hættur að kannast við sig. „Hann var kominn úr úlpunni, var búinn að setja rauðan apabangsa til hliðar og ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi? Og þá sagðist hann vera kominn langt í burtu að heiman. Hann ætlaði upp í Mosó og Helgafellsskóla.“ Eva sat aftarlega í strætó, drengurinn settist aftast og Eva áttaði sig á því að hann var á villigötum. Hún ræddi við strætóbílstjórann sem gerði sér lítið fyrir, beindi vagninum af leið og keyrði drenginn aftur upp í Mosfellssveit.vísir/vilhelm Evu leist ekki á blikuna, því um var að ræða síðustu strætóferðina upp í Spöng. Eftir það hætti áætlunarferðir. „Hann var svo mikil dúlla,“ segir Eva sem þá áttaði sig á því að hér hafði eitthvað farið úrskeiðis. Hún gaf sig því á tal við bílsstjórann sem drengurinn hafði áður talað við. En bílsstjórinn, sem er frá Póllandi, talaði bara ensku, að sögn Evu. Drengnum komið áleiðis heim á leið Eva segist hafa viljað leyfa drengnum að hringja í foreldra sína úr síma sínum en þá mundi drengurinn ekki símanúmerið. Eva talaði því við bílstjórann og skipti þá engum toga. Bílstjórinn, sem var að ljúka vaktinni, sagðist ætla að keyra drenginn aftur til baka upp í Mosfellsbæ, sem hann svo gerði af mikilli greiðvikni. Eva fór sjálf úr við Egilshöll en fylgdi málinu eftir með því að lýsa atburðum í Facebook-hópi íbúa í Mosó. „Ég er mjög þakklát fyrir það að drengurinn komst heim. Og þá þykir mér vænt um hlýjar kveðjur sem ég fékk frá móðurinni,“ segir Eva. Þær má sjá að neðan. Móðir drengsins var að vonum þakklát Evu og kom því rækilega á framfæri í Facebook-hópi íbúa í Mosó. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, var ekki lítið sátt við bílstjórann. Fram kom í frétt Mbl að hún hefði haft samband við Strætó og beðið fyrir kærum kveðjum til hans. „Það er ekki hvaða bílstjóri sem er sem hefði snúið við hjá Egilshöll og skutlað barninu heim. Þetta er bara magnað. Yndisleg saga,“ segir Yrja Dögg. Eva býr ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvogi, en móðir hennar er frá Grænlandi en pabbi hennar Ólsari. Eva er á tanntæknibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og lætur vel af því námi. Samgöngur Mosfellsbær Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Drengurinn hafði óvart, eftir að hafa verið að leika með vinum sínum, tekið vitlausan vagn. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, lýsir því svo á Facebook-síðu sinni að hann hafi ætlað til vinar síns eftir kvöldmat en lét ekki vita af sér. „Þeir félagar fóru svo í hoppubelginn. Á leiðinni heim var hann orðinn svo þreyttur og ætlaði að hoppa í strætó upp brekkuna og inn í hverfi. Nema hvað hann tekur vitlausan strætó og endar hjá Egilshöll.“ „Hann var svo mikil dúlla“ Hér er því um hetjusögu úr hversdagslífinu að ræða, sögurnar sem mestu máli skipta. Vísir fékk Evu til að lýsa atburðum eins og þeir komu henni fyrir sjónir. Hún segist hafa setið aftarlega í strætisvagninum á leið í Spöngina. Drengurinn kom svo í vagninn við Álafoss og settist alveg aftast. Eva hugsaði ekki mikið út í það en fór svo að gefa drengnum gaum þegar þau nálguðust Grafarvoginn. Hann var þá orðinn nokkuð lítill í sér og hættur að kannast við sig. „Hann var kominn úr úlpunni, var búinn að setja rauðan apabangsa til hliðar og ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi? Og þá sagðist hann vera kominn langt í burtu að heiman. Hann ætlaði upp í Mosó og Helgafellsskóla.“ Eva sat aftarlega í strætó, drengurinn settist aftast og Eva áttaði sig á því að hann var á villigötum. Hún ræddi við strætóbílstjórann sem gerði sér lítið fyrir, beindi vagninum af leið og keyrði drenginn aftur upp í Mosfellssveit.vísir/vilhelm Evu leist ekki á blikuna, því um var að ræða síðustu strætóferðina upp í Spöng. Eftir það hætti áætlunarferðir. „Hann var svo mikil dúlla,“ segir Eva sem þá áttaði sig á því að hér hafði eitthvað farið úrskeiðis. Hún gaf sig því á tal við bílsstjórann sem drengurinn hafði áður talað við. En bílsstjórinn, sem er frá Póllandi, talaði bara ensku, að sögn Evu. Drengnum komið áleiðis heim á leið Eva segist hafa viljað leyfa drengnum að hringja í foreldra sína úr síma sínum en þá mundi drengurinn ekki símanúmerið. Eva talaði því við bílstjórann og skipti þá engum toga. Bílstjórinn, sem var að ljúka vaktinni, sagðist ætla að keyra drenginn aftur til baka upp í Mosfellsbæ, sem hann svo gerði af mikilli greiðvikni. Eva fór sjálf úr við Egilshöll en fylgdi málinu eftir með því að lýsa atburðum í Facebook-hópi íbúa í Mosó. „Ég er mjög þakklát fyrir það að drengurinn komst heim. Og þá þykir mér vænt um hlýjar kveðjur sem ég fékk frá móðurinni,“ segir Eva. Þær má sjá að neðan. Móðir drengsins var að vonum þakklát Evu og kom því rækilega á framfæri í Facebook-hópi íbúa í Mosó. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, móðir drengsins, var ekki lítið sátt við bílstjórann. Fram kom í frétt Mbl að hún hefði haft samband við Strætó og beðið fyrir kærum kveðjum til hans. „Það er ekki hvaða bílstjóri sem er sem hefði snúið við hjá Egilshöll og skutlað barninu heim. Þetta er bara magnað. Yndisleg saga,“ segir Yrja Dögg. Eva býr ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvogi, en móðir hennar er frá Grænlandi en pabbi hennar Ólsari. Eva er á tanntæknibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og lætur vel af því námi.
Samgöngur Mosfellsbær Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira