Gengur fram af fólki og eignast aðdáendur með svæsnasta hlaðvarpi landsins Snorri Másson skrifar 2. september 2022 08:01 Kynlífsklúbbar í Berlín, misgóð Tinder-deit og það eilífa verkefni að hætta að deita meth-hausa. Þetta eru ósköp eðlileg viðfangsefni Vigdísar Howser Harðardóttur í hlaðvarpi hennar Kallaðu mig Howser og á engan er hallað þegar fullyrt er að þar fari yfirgengilegasta hlaðvarp landsins. Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Sjá meira
Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar
Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Sjá meira