„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. september 2022 16:12 Grímur Atlason vísir/egill Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið,“ segir í skýrslu umboðsmanns Alþingis. Grímur segir úrbóta þörf hið fyrsta. „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna með þeim hætti til dæmis að þeir fá ekki að fara út. Eru svo dögum skiptir inni á herbergjum og ýmislegt annað sem er bara mannréttindabrot og verður að hætta. Á þetta hefur umboðsmaður Alþingis bent.“ Sjá nánar: Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í lagalegu tómarúmi Til að undirstrika fjárþörfina í geðheilbrigðismálum sagði Grímur að fyrirkomulagið hvað geðheilbrigðismálin varðar væru eins og: „5-25“. Fimm prósent af fjármagninu færi í geðheilbrigðismálin á meðan umfangið væri 25%. „Það sér það hver maður að það vantar talsvert upp á svo hægt sé að hlúa að fólki með mannsæmandi hætti.“ Í árskýrslunni segir þá jafnframt að fleiri þættir en hinir lagalegu hefðu þýðingu og þyrfti að lagfæra. Í eftirlitsferð umboðsmanns fékk hann þau svör frá starfsfólki að ástæðan fyrir ófullnægjandi aðbúnaði og takmarkaðri útiveru sjúklinga stöfuðu af fjárskorti. Þá stendur í skýrslunni að það þyrfti ekki að koma á óvart að burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum væru einnig takmarkaðir. Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
„Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið,“ segir í skýrslu umboðsmanns Alþingis. Grímur segir úrbóta þörf hið fyrsta. „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna með þeim hætti til dæmis að þeir fá ekki að fara út. Eru svo dögum skiptir inni á herbergjum og ýmislegt annað sem er bara mannréttindabrot og verður að hætta. Á þetta hefur umboðsmaður Alþingis bent.“ Sjá nánar: Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í lagalegu tómarúmi Til að undirstrika fjárþörfina í geðheilbrigðismálum sagði Grímur að fyrirkomulagið hvað geðheilbrigðismálin varðar væru eins og: „5-25“. Fimm prósent af fjármagninu færi í geðheilbrigðismálin á meðan umfangið væri 25%. „Það sér það hver maður að það vantar talsvert upp á svo hægt sé að hlúa að fólki með mannsæmandi hætti.“ Í árskýrslunni segir þá jafnframt að fleiri þættir en hinir lagalegu hefðu þýðingu og þyrfti að lagfæra. Í eftirlitsferð umboðsmanns fékk hann þau svör frá starfsfólki að ástæðan fyrir ófullnægjandi aðbúnaði og takmarkaðri útiveru sjúklinga stöfuðu af fjárskorti. Þá stendur í skýrslunni að það þyrfti ekki að koma á óvart að burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum væru einnig takmarkaðir.
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52
Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38