Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 09:31 Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur. Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur.
Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira