„Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. september 2022 22:30 Unnur Ösp og Haraldur voru hæstánægð með nýju rampana. Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. Árlega sækja hundruð fatlaðra barna og ungmenna í sumarbúðir við Reykjadal en ramparnir þar voru komnir til ára sinna. Fyrir tæplega tveimur vikum ákvað leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir að þörf væri á breytingum eftir að hafa sótt dóttur sína þaðan. „Maður er alltaf svo meir í þessu augnabliki af því að það er svo frábært starfsfólk hérna og stemning. En þegar ég var að keyra var ég svolítið hugsi yfir ástandinu og húsnæðinu og svona aðgengismálum og það hellist yfir mig einhver svona réttlát reiði,“ segir Unnur. Hún lýsir því að hún hafi í „hvatvísiskasti“ ákveðið að senda athafnamanninum Haraldi Þorleifssyni, sem er með verkefnið Römpum upp Reykjavík, skilaboð og voru viðbrögðin framar vonum. Það var sól og blíða meðan Jón Jónsson skemmti krökkunum og öðrum viðstöddum. Mynd/Römpum upp Ísland „Hann svaraði mér um hæl, spurði bara; hvað þarf að gera, sendu mér myndir og mál. Og nokkrum dögum síðar sagði hann; við hefjumst handa á morgun,“ útskýrir Unnur. „Maður fór náttúrulega bara að hágráta heima hjá sér. Hann er engum líkur.“ „Ég er alls ekki einn í þessu, það er fullt af góðu fólki sem vinnur í þessu. En ég kom bara boltanum áfram og við kláruðum þetta bara mjög hratt,“ segir Haraldur en ramparnir voru tilbúnir innan við tveimur vikum eftir að Unnur hafði samband. Haraldur og Guðni Th. ræða við dóttur Unnar, sem vígði nýjasta rampinn. Mynd/Römpum upp Ísland Nýju ramparnir voru síðan vígðir í dag en alls hafa 130 rampar verið settir upp, af þúsund sem til stendur að setja upp á næstu fjórum árum sem hluti af verkefninu. Að sögn Haralds eru þeir að setja upp einn til tvo rampa á dag og býst hann við að þeir nái markmiði sínu á undan áætlun. Gleðin leyndi sér ekki meðal viðstaddra í Reykjadal í dag og var það við hæfi að dóttir Unnar vígði nýjasta rampinn. Forseti Íslands kom einnig með hvatningarorð og Jón Jónsson skemmti krökkunum sem gæddu sér á ís meðan sólin lék við þau. Forsetinn var léttur í bragði. Mynd/Römpum upp Ísland „Það er ótrúlega gaman að sjá krakkana sem eru greinilega að njóta sín mjög vel. Það að aðgengið sé ekki í lagi er náttúrulega frekar sorglegt en það er hægt að laga svona hluti frekar auðveldlega,“ segir Haraldur. Unnur segir þau hvergi nærri hætt en laga þurfi ýmsa aðra hluti og hafi hópur foreldra þegar tekið saman höndum. „Okkur langar að nota svona brjálæðina og framtakssemina í Haraldi okkur til hvatningar til að halda áfram og gera hérna bara flottasta ævintýraland á Íslandi,“ segir Unnur. „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni ef að við hóum saman góðu fólki og tökum allt í gegn hérna,“ segir hún enn fremur. Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mosfellsbær Tengdar fréttir Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Árlega sækja hundruð fatlaðra barna og ungmenna í sumarbúðir við Reykjadal en ramparnir þar voru komnir til ára sinna. Fyrir tæplega tveimur vikum ákvað leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir að þörf væri á breytingum eftir að hafa sótt dóttur sína þaðan. „Maður er alltaf svo meir í þessu augnabliki af því að það er svo frábært starfsfólk hérna og stemning. En þegar ég var að keyra var ég svolítið hugsi yfir ástandinu og húsnæðinu og svona aðgengismálum og það hellist yfir mig einhver svona réttlát reiði,“ segir Unnur. Hún lýsir því að hún hafi í „hvatvísiskasti“ ákveðið að senda athafnamanninum Haraldi Þorleifssyni, sem er með verkefnið Römpum upp Reykjavík, skilaboð og voru viðbrögðin framar vonum. Það var sól og blíða meðan Jón Jónsson skemmti krökkunum og öðrum viðstöddum. Mynd/Römpum upp Ísland „Hann svaraði mér um hæl, spurði bara; hvað þarf að gera, sendu mér myndir og mál. Og nokkrum dögum síðar sagði hann; við hefjumst handa á morgun,“ útskýrir Unnur. „Maður fór náttúrulega bara að hágráta heima hjá sér. Hann er engum líkur.“ „Ég er alls ekki einn í þessu, það er fullt af góðu fólki sem vinnur í þessu. En ég kom bara boltanum áfram og við kláruðum þetta bara mjög hratt,“ segir Haraldur en ramparnir voru tilbúnir innan við tveimur vikum eftir að Unnur hafði samband. Haraldur og Guðni Th. ræða við dóttur Unnar, sem vígði nýjasta rampinn. Mynd/Römpum upp Ísland Nýju ramparnir voru síðan vígðir í dag en alls hafa 130 rampar verið settir upp, af þúsund sem til stendur að setja upp á næstu fjórum árum sem hluti af verkefninu. Að sögn Haralds eru þeir að setja upp einn til tvo rampa á dag og býst hann við að þeir nái markmiði sínu á undan áætlun. Gleðin leyndi sér ekki meðal viðstaddra í Reykjadal í dag og var það við hæfi að dóttir Unnar vígði nýjasta rampinn. Forseti Íslands kom einnig með hvatningarorð og Jón Jónsson skemmti krökkunum sem gæddu sér á ís meðan sólin lék við þau. Forsetinn var léttur í bragði. Mynd/Römpum upp Ísland „Það er ótrúlega gaman að sjá krakkana sem eru greinilega að njóta sín mjög vel. Það að aðgengið sé ekki í lagi er náttúrulega frekar sorglegt en það er hægt að laga svona hluti frekar auðveldlega,“ segir Haraldur. Unnur segir þau hvergi nærri hætt en laga þurfi ýmsa aðra hluti og hafi hópur foreldra þegar tekið saman höndum. „Okkur langar að nota svona brjálæðina og framtakssemina í Haraldi okkur til hvatningar til að halda áfram og gera hérna bara flottasta ævintýraland á Íslandi,“ segir Unnur. „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni ef að við hóum saman góðu fólki og tökum allt í gegn hérna,“ segir hún enn fremur.
Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mosfellsbær Tengdar fréttir Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03