Sjáðu mörkin úr stórsigri Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 22:01 Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið með tveimur mörkum í upphafi leiks. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann afar öruggan 6-0 sigur er liðið tók á móti Hvít-Rússum í undankeppni HM í kvöld. Sigurinn lyfti íslenska liðinu á topp C-riðils og framundan er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Íslensku stelpurnar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda, en það var landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Sara Björk Gunnarsdóttir, sem kom liðinu í forystu með marki af vítapunktinum á 12. mínútu eftir að Amanda Andradóttir hafði fiskað spyrnuna. Sara Björk! Amanda Andradóttir nær í vítaspyrnu og fyrirliðinn fer á punktinn og SKORAR! 1-0 pic.twitter.com/U6XcTPlUKk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Sara var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skallaði fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið og staðan því orðin 2-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. SARA BJÖRK! Tveimur mínútum síðar tvöfaldar fyrirliðinn forystu Íslands eftir frábæra fyrirgjöf Sveindísar Jane. 2-0 eftir 15 mínútur 🇮🇸 pic.twitter.com/kIGJqFZ15w— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Ekki tókst íslenska liðinu að bæta þriðja markinu við í fyrri hálfleik, en Dagný Brynjarsdóttir sá til þess að áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því eftir hléið. Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Dagný Brynjarsdóttir bætir við þriðja marki Íslands, 3-0 🇮🇸 👏🏽 - Hennar 36. landsliðsmark! pic.twitter.com/AGku8Sw0QG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir skallaði svo hornspyrnu Amöndu Andradóttur í netið þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 4-0 og enn nóg eftir af leiknum. Hin átján ára gamla Amanda Andradróttir með frábæra hornspyrnu og Glódís Perla stangar boltann í netið! 4-0 eftir 70. mínútur 💣 pic.twitter.com/F4Wsku3ZkN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 4-0 varð svo 5-0 tíu mínútum síðar þegar Sveindís Jane Jónsdóttir lék sér að varnarmönnum gestanna og kom boltanum fyrir markið. Þar var mætt áðurnefnd Dagný Brynjarsdóttir og hún skoraði sitt annað mark í leiknum og sitt 37. landsliðsmark á ferlinum. Dagný er því orðin næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Frábærir taktar hjá Sveindísi Jane! Leggur hér upp 37. landsliðsmark Dagnýjar Brynjarsdóttur sem er nú orðin næst markahæsta landsliðskonan frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. 5-0! pic.twitter.com/MeEXavPxh0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Það var svo Selma Sól Magnúsdóttir sem rak smiðshöggið á stórsigur Íslands þegar hún skoraði sjötta mark liðsins á 82. mínútu. Lokatölur 6-0 og íslensku stelpurnar fara fullar sjálfstrausts inn í úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir bætir við sjötta markinu - 6-0 takk fyrir! pic.twitter.com/HLDXqm3NBF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Íslensku stelpurnar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda, en það var landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Sara Björk Gunnarsdóttir, sem kom liðinu í forystu með marki af vítapunktinum á 12. mínútu eftir að Amanda Andradóttir hafði fiskað spyrnuna. Sara Björk! Amanda Andradóttir nær í vítaspyrnu og fyrirliðinn fer á punktinn og SKORAR! 1-0 pic.twitter.com/U6XcTPlUKk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Sara var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skallaði fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið og staðan því orðin 2-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. SARA BJÖRK! Tveimur mínútum síðar tvöfaldar fyrirliðinn forystu Íslands eftir frábæra fyrirgjöf Sveindísar Jane. 2-0 eftir 15 mínútur 🇮🇸 pic.twitter.com/kIGJqFZ15w— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Ekki tókst íslenska liðinu að bæta þriðja markinu við í fyrri hálfleik, en Dagný Brynjarsdóttir sá til þess að áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því eftir hléið. Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Dagný Brynjarsdóttir bætir við þriðja marki Íslands, 3-0 🇮🇸 👏🏽 - Hennar 36. landsliðsmark! pic.twitter.com/AGku8Sw0QG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir skallaði svo hornspyrnu Amöndu Andradóttur í netið þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 4-0 og enn nóg eftir af leiknum. Hin átján ára gamla Amanda Andradróttir með frábæra hornspyrnu og Glódís Perla stangar boltann í netið! 4-0 eftir 70. mínútur 💣 pic.twitter.com/F4Wsku3ZkN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 4-0 varð svo 5-0 tíu mínútum síðar þegar Sveindís Jane Jónsdóttir lék sér að varnarmönnum gestanna og kom boltanum fyrir markið. Þar var mætt áðurnefnd Dagný Brynjarsdóttir og hún skoraði sitt annað mark í leiknum og sitt 37. landsliðsmark á ferlinum. Dagný er því orðin næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Frábærir taktar hjá Sveindísi Jane! Leggur hér upp 37. landsliðsmark Dagnýjar Brynjarsdóttur sem er nú orðin næst markahæsta landsliðskonan frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. 5-0! pic.twitter.com/MeEXavPxh0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Það var svo Selma Sól Magnúsdóttir sem rak smiðshöggið á stórsigur Íslands þegar hún skoraði sjötta mark liðsins á 82. mínútu. Lokatölur 6-0 og íslensku stelpurnar fara fullar sjálfstrausts inn í úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir bætir við sjötta markinu - 6-0 takk fyrir! pic.twitter.com/HLDXqm3NBF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira