„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2022 15:25 Það státa eflaust færri af því en vilja að hafa synt um höfin blá með hnúfubökum. Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, en þeir eru sérstaklega spakir og næs, þessir blessuðu hnúfubakar,“ segir Gísli Ægir Ágústsson, veitingamaður á Bíldudal, í samtali við Vísi. Hann sigldi með þá Tómas Guðbjartsson lækni og Sigurð Inga Magnússon kandídat í Arnarfirði, þar sem þeir tveir síðarnefndu stungu sér til sunds með „konungum sjávarins“, eins og Tómas orðar það sjálfur í Facebook-færslu um sundsprettinn. Myndband af ævintýrinu má sjá hér að neðan. Í stuttu samtali við Vísi segist Tómas hafa tekið með sér sundskýlu og sundgleraugu, en Sigurð hafi hann platað ofan í á nærbuxunum. Þeir hafi dólað á firðinum í um tvær klukkustundir, en á milli þess sem hvalirnir sýndu sig hafi þeir félagar tekið lagið saman. Þar lék Gísli á gítar og söng, Sigurður spilaði á munnhörpu og Tómas á melódíku. Gísli segir að aðstæður í firðinum á laugardag hafi verið með besta móti. „Sjórinn er heitur, tólf gráður, og algert koppalogn. Hvalirnir voru spakir og við hugsuðum bara, af hverju ekki bara að gera þetta,“ segir Gísli og bætir við að hvalirnir hafi verið hinir allra rólegustu yfir sundmönnunum. Þetta eru engar smáskepnur, voru menn ekkert smeykir við að stinga sér til sunds með þeim? „Menn þurftu nú aðeins að telja í sig kjarkinn. Hvalirnir hafa verið svona tvisvar til þrisvar sinnum stærri en báturinn sem við vorum á. Þetta eru engar litlar skepnur, en af því þeir eru svo gæfir þá gátum við siglt mjög nálægt þeim. Þá var ekkert annað en að láta sig bara vaða út í. Þetta var alveg epískt sjónarspil,“ segir hann. Gísli Ægir sigldi með þá Tómas og Sigurð Inga, sem stungu sér til sunds og tóki lagið á svo gott sem spegilsléttum firðinum. Gísli tók nokkur myndskeið af sundferðinni, en hann er duglegur að sýna frá því sem við er að vera á Bíldudal á samskiptamiðlinum Snapchat, undir nafninu Vegamótaprinsinn, en Gísli rekur verslunina og veitingastaðinn Vegamót á Bíldudal. Upphaflega kom hópurinn auga á tvo hnúfubaka, en fyrr en varði voru þeir orðnir þrír. „Þeim þriðja hefur litist svona ljómandi vel á þetta að hann bættist í hópinn,“ segir Gísli glaður í bragði. Ráin í hvalaskoðun hækkuð verulega Í Facebook-færslu Tómasar kemur fram að siglt hafi verið á þremur bátum út á fjörðinn. Í einum þeirra, hafi verið rannsóknarteymi hans, skipað tíu læknanemum. Þá var hvalaskoðunarbátur á vegum Beffa tours frá Bíldudal einnig í firðinum, og farþegar fylgdust með sundsprettinum. „Hópurinn sem var með Tómasi fór með þeim, og ég tók þrjá með mér á litla bátinn minn. Hann sagði það við mig hann Gummi hjá Beffa tours, að það væri spurning að það væri búið að setja viðmiðið í hvalaskoðun of hátt. Hvort það verði einhvern tímann hægt að leika þetta eftir,“ segir Gísli og hlær við. Ferðalög Hvalir Vesturbyggð Dýr Sjósund Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, en þeir eru sérstaklega spakir og næs, þessir blessuðu hnúfubakar,“ segir Gísli Ægir Ágústsson, veitingamaður á Bíldudal, í samtali við Vísi. Hann sigldi með þá Tómas Guðbjartsson lækni og Sigurð Inga Magnússon kandídat í Arnarfirði, þar sem þeir tveir síðarnefndu stungu sér til sunds með „konungum sjávarins“, eins og Tómas orðar það sjálfur í Facebook-færslu um sundsprettinn. Myndband af ævintýrinu má sjá hér að neðan. Í stuttu samtali við Vísi segist Tómas hafa tekið með sér sundskýlu og sundgleraugu, en Sigurð hafi hann platað ofan í á nærbuxunum. Þeir hafi dólað á firðinum í um tvær klukkustundir, en á milli þess sem hvalirnir sýndu sig hafi þeir félagar tekið lagið saman. Þar lék Gísli á gítar og söng, Sigurður spilaði á munnhörpu og Tómas á melódíku. Gísli segir að aðstæður í firðinum á laugardag hafi verið með besta móti. „Sjórinn er heitur, tólf gráður, og algert koppalogn. Hvalirnir voru spakir og við hugsuðum bara, af hverju ekki bara að gera þetta,“ segir Gísli og bætir við að hvalirnir hafi verið hinir allra rólegustu yfir sundmönnunum. Þetta eru engar smáskepnur, voru menn ekkert smeykir við að stinga sér til sunds með þeim? „Menn þurftu nú aðeins að telja í sig kjarkinn. Hvalirnir hafa verið svona tvisvar til þrisvar sinnum stærri en báturinn sem við vorum á. Þetta eru engar litlar skepnur, en af því þeir eru svo gæfir þá gátum við siglt mjög nálægt þeim. Þá var ekkert annað en að láta sig bara vaða út í. Þetta var alveg epískt sjónarspil,“ segir hann. Gísli Ægir sigldi með þá Tómas og Sigurð Inga, sem stungu sér til sunds og tóki lagið á svo gott sem spegilsléttum firðinum. Gísli tók nokkur myndskeið af sundferðinni, en hann er duglegur að sýna frá því sem við er að vera á Bíldudal á samskiptamiðlinum Snapchat, undir nafninu Vegamótaprinsinn, en Gísli rekur verslunina og veitingastaðinn Vegamót á Bíldudal. Upphaflega kom hópurinn auga á tvo hnúfubaka, en fyrr en varði voru þeir orðnir þrír. „Þeim þriðja hefur litist svona ljómandi vel á þetta að hann bættist í hópinn,“ segir Gísli glaður í bragði. Ráin í hvalaskoðun hækkuð verulega Í Facebook-færslu Tómasar kemur fram að siglt hafi verið á þremur bátum út á fjörðinn. Í einum þeirra, hafi verið rannsóknarteymi hans, skipað tíu læknanemum. Þá var hvalaskoðunarbátur á vegum Beffa tours frá Bíldudal einnig í firðinum, og farþegar fylgdust með sundsprettinum. „Hópurinn sem var með Tómasi fór með þeim, og ég tók þrjá með mér á litla bátinn minn. Hann sagði það við mig hann Gummi hjá Beffa tours, að það væri spurning að það væri búið að setja viðmiðið í hvalaskoðun of hátt. Hvort það verði einhvern tímann hægt að leika þetta eftir,“ segir Gísli og hlær við.
Ferðalög Hvalir Vesturbyggð Dýr Sjósund Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira