Forstöðukona Dyngjunnar sökuð um að maka krókinn við innkaup fyrir heimilið Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 08:00 Dyngjan tók til starfa 9. apríl 1988 og hefur starfað óslitið síðan. Þar hefur verið tekið á móti konum sem koma úr áfengismeðferð og eiga margar hvergi höfði að halla. Fyrrverandi forstöðukona er nú sökuð um að hafa misnotað úttektarheimildir. Vistkonur segja kostinn hafa verið skorinn við nögl en bókhaldsgögn sýni að af úttektum hefur verið greitt fyrir ýmsan munað sem aldrei kom fyrir sjónir vistkvenna. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir heimilislausar konur sem koma úr áfengismeðferð og eiga sumar hvergi höfði að halla, er sökuð um að hafa farið afar frjálslega með úttektarheimildir sínar og notað til að fjármagna einkaneyslu sína. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að undirbúa kæru á hendur henni en kröfur sem fram eru settar eru vel á 6. milljón. Rekstrarkostnaður Dyngjunnar er með launatengdum gjöldum um 20 milljónir á ári og er því um hátt hlutfall rekstrartekna að ræða. Kvittanir sýni að innkaupin fóru oft ekki fram á vinnutíma og oftar en ekki í námunda við heimili forstöðukonunnar sem er búsett við Selfoss. Lögmaður Dyngjunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Það sé á afar viðkvæmu stigi. Það vill stjórnarformaður Dyngjunnar, Anna Margrét Kornelíusardóttir, ekki heldur gera en víst er að þeir sem að Dyngjunni standa óttast að málið allt kunni að ríða rekstrinum á slig. Talið er samkvæmt bókhaldsgögnum að þetta misferli hafi staðið yfir árum saman en samkomulag var gert við forstöðukonuna að hún myndi láta af störfum í vor. Tros fyrir vistmenn en hráskinka fyrir forstöðukonuna Konan neitar sök, hafnar öllum kröfum og hefur sett fram gagnkröfur sem varða ógreidd laun og orlofsgreiðslur. Í sem skemmstu máli snúast ásakanir stjórnar Dyngjunnar um að forstöðukonan hafi notað debetkort Dyngjunnar til að fjármagna einkaneyslu sína. Vísir hefur rætt við vistkonur sem segja að kosturinn í Dyngjunni hafi ávallt verið afar naumur, að sögn forstöðukonunnar vegna þess að engir peningar væru til að kaupa nema allra brýnustu nauðsynjar og þá það sem ódýrast er. Hins vegar hafi komið á daginn, þegar bókhaldið var skoðað, eftir að grunur kom upp að debetkortið hafi verið misnotað, að keypt hafi verið og greitt fyrir allskyns munað svo sem hráskinka, konfekt og bláber í stórum stíl. Þá var einnig keyptur hundamatur fyrir debetekort Dyngjunnar og fleira sem vistfólk fullyrðir að hafi aldrei komið inn fyrir dyr heimilisins. Fiskurinn góði reynist ekki gjöf Einnig eru tiltekin í bókhaldi kaup á Nespresso-kaffivél, iPad- og iPhone-tækjum sem aldrei hafa komið inn á Dyngjuna, hvað þá að þau færu í hendur vistkvenna. Í bókahaldi eru áberandi reikningar til söluskrifstofu sem höndlar með fisk. Konur á heimilinu segja að í það hafi verið látið skína að fiskurinn væri gjöf til heimilisins frá velgjörðarmanni; næringarríkur matur sem konurnar fengju að njóta vegna þess að eiginmaður forstöðukonunnar væri að höndla með fiskinn. Þakklætið fyrir fiskinn, þá góðu gjöf, byggi þó á sandi, því bókhaldsgögn leiði í ljós að fyrir fiskinn var greitt og vel yfir kílóverði sambærilegs fisks ef verslað hefði verið í Bónus. Kaup á þeim fiski má samkvæmt bókhaldsgögnum rekja allt aftur til ársins 2016. Félagasamtök Fíkn Fjármál heimilisins Málefni heimilislausra Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er verið að undirbúa kæru á hendur henni en kröfur sem fram eru settar eru vel á 6. milljón. Rekstrarkostnaður Dyngjunnar er með launatengdum gjöldum um 20 milljónir á ári og er því um hátt hlutfall rekstrartekna að ræða. Kvittanir sýni að innkaupin fóru oft ekki fram á vinnutíma og oftar en ekki í námunda við heimili forstöðukonunnar sem er búsett við Selfoss. Lögmaður Dyngjunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Það sé á afar viðkvæmu stigi. Það vill stjórnarformaður Dyngjunnar, Anna Margrét Kornelíusardóttir, ekki heldur gera en víst er að þeir sem að Dyngjunni standa óttast að málið allt kunni að ríða rekstrinum á slig. Talið er samkvæmt bókhaldsgögnum að þetta misferli hafi staðið yfir árum saman en samkomulag var gert við forstöðukonuna að hún myndi láta af störfum í vor. Tros fyrir vistmenn en hráskinka fyrir forstöðukonuna Konan neitar sök, hafnar öllum kröfum og hefur sett fram gagnkröfur sem varða ógreidd laun og orlofsgreiðslur. Í sem skemmstu máli snúast ásakanir stjórnar Dyngjunnar um að forstöðukonan hafi notað debetkort Dyngjunnar til að fjármagna einkaneyslu sína. Vísir hefur rætt við vistkonur sem segja að kosturinn í Dyngjunni hafi ávallt verið afar naumur, að sögn forstöðukonunnar vegna þess að engir peningar væru til að kaupa nema allra brýnustu nauðsynjar og þá það sem ódýrast er. Hins vegar hafi komið á daginn, þegar bókhaldið var skoðað, eftir að grunur kom upp að debetkortið hafi verið misnotað, að keypt hafi verið og greitt fyrir allskyns munað svo sem hráskinka, konfekt og bláber í stórum stíl. Þá var einnig keyptur hundamatur fyrir debetekort Dyngjunnar og fleira sem vistfólk fullyrðir að hafi aldrei komið inn fyrir dyr heimilisins. Fiskurinn góði reynist ekki gjöf Einnig eru tiltekin í bókhaldi kaup á Nespresso-kaffivél, iPad- og iPhone-tækjum sem aldrei hafa komið inn á Dyngjuna, hvað þá að þau færu í hendur vistkvenna. Í bókahaldi eru áberandi reikningar til söluskrifstofu sem höndlar með fisk. Konur á heimilinu segja að í það hafi verið látið skína að fiskurinn væri gjöf til heimilisins frá velgjörðarmanni; næringarríkur matur sem konurnar fengju að njóta vegna þess að eiginmaður forstöðukonunnar væri að höndla með fiskinn. Þakklætið fyrir fiskinn, þá góðu gjöf, byggi þó á sandi, því bókhaldsgögn leiði í ljós að fyrir fiskinn var greitt og vel yfir kílóverði sambærilegs fisks ef verslað hefði verið í Bónus. Kaup á þeim fiski má samkvæmt bókhaldsgögnum rekja allt aftur til ársins 2016.
Félagasamtök Fíkn Fjármál heimilisins Málefni heimilislausra Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira