Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu.
Hver ert þú í þínum eigin orðum?
Ég er bestur.
Hvað veitir þér innblástur?
Margbreytileiki tilverunnar og sögurnar sem við segjum sjálfum okkur til að láta hana meika sens.
Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu?
Að anda djúpt og leyfa sér að vera.
Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?
Hann byrjar snemma og endar seint.
Það eru fastir liðir, líkt og að svæfa son minn og ganga með hundinn, í bland við óvæntar uppákomur, sem geta bæði verið spennuþrungnar, dramatískar sem og hversdagslegar.
Uppáhalds lag og af hverju?
Smells Like Teen Spirit með Nirvana, af því það er fullkomið lag.
Uppáhalds matur og af hverju?
Hamborgari og franskar, af því það er fullkomin máltíð.
Besta ráð sem þú hefur fengið?
Að sleppa.
Hvað er það skemmtilegasta við lífið?
Það er ekkert skemmtilegra en að vera í tengslum við sjálfan sig og aðra.