Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 7. september 2022 06:52 Hátt í sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni. Vísir/Vilhelm Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12
Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16
Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent