Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 7. september 2022 06:52 Hátt í sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni. Vísir/Vilhelm Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12
Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16
Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00