Lokaspretturinn framundan í Úrvalsdeildunum í Valorant Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 22:31 Undanúrslit og úrslit eru framundan í úrvalsdeildunum í Valorant Komið er að lokaspretti Úrvalsdeilda Rafíþróttasamtaka Íslands í Valorant eftir að riðlaleikjum lauk síðastliðinn sunnudag, en úrslitin verða spiluð laugardaginn 10. september. Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn
Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn