„Það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. september 2022 15:01 Kristín Davíðsdótti, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Vísir/Egill Rusl, gamlar sprautur og tjöld heimilislausra eru algeng sjón þegar rölt er um Öskjuhlíðina. Hún hefur lengi verið eitt helsta afdrep heimilislausra sem komast ekki að í neyðarskýlum borgarinnar. Talsmaður skaðaminnkunarteymis Frú Ragnheiðar kallar eftir meira húsnæði fyrir hópinn. Framkvæmdastjóri hjá velferðarsviði borgarinnar segir húsnæðisvanda til staðar en að reynt sé eftir fremsta megni að bæta þjónustuna. Öskjuhlíðin er eitthvert vinsælasta græna útivistarsvæði borgarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni virðist umhirða á svæðinu þó verulega ábótavant. Í gær mátti þar finna, á stað skammt frá líkamsræktarstöð Mjölnis, yfirgefið tjald og alls kyns vistir eftir þann sem hafði búið í því. Þegar Fréttastofa mætti á svæðið hafði Reykjavíkurborg greinilega tekið sig til og var búin að fjarlægja mest allt ruslið. Þar voru þó greinilega leifar eftir tjald, eiturlyfjaspjöld, pokar og sprautunálar. Ruslið sem fréttastofa fann í Öskjuhlíðinni.Vísir/Egill Það eru helst heimilislausir fíklar sem bregða á það ráð að verða sér úti um tjald og koma sér einhvers staðar fyrir. Hér að neðan má til dæmis sjá eitt þeirra skammt frá leikskólanum Öskju. Tjald sem varð á vegi fréttastofu í Öskjuhlíð.Vísir/Egill Skaðaminnkunarsamtökin Frú Ragnheiður sjá um að aðstoða þennan hóp. „Það sem við sjáum alltaf á sumrin er að fólk sækir mun meira í það að fá tjöld og útilegubúnað hjá okkur. Og það er fyrst og fremst vegna þess að það er að leitast eftir því að fá að vera í friði. Þetta er aðallega fólk sem að gistir í neyðarskýlunum og í neyðarskýlunum eru náttúrulega margir í hverju herbergi, áreiti, erill og fólk hefur í rauninni bara ekkert næði,“ segir Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Rekstraraðilar á svæðinu sem fréttastofa talaði við í dag höfðu margir áhyggjur af ástandinu og umgengni svæðisins þar sem mörg börn leika sér gjarnan. Aukning í hópi fíkla sem eigi ekki í nein hús að venda Aðspurð hvort hægt sé að leysa stöðuna með einhverjum hætti segir Kristín svo vera. „Já, ef fólk hefði húsnæði þá væri það náttúrulega ekki í þessari stöðu og þá þyrfti það ekki að vera að tjalda einhvers staðar úti því það segir sig alveg sjálft að það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni eða "búa" ef við getum sagt sem svo,“ segir Kristín. Því kalla samtökin eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu setji meiri áherslu á málaflokkinn og útvegi fíklum sem ekki eiga í nein hús að vernda húsnæði. Þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu í þeim hópi á síðustu árum. „Það vantar húsnæði. Neyðarskýli ætti alltaf að vera síðasta úrræði og það er náttúrulega bara neyðarskýli. En þetta sýnir hins vegar bara fram á hvað það er stór hluti einstaklinga sem er húsnæðislaus og vantar heimili. Og það er eitthvað sem vantar tilfinnanlega. Það er ekki bara hjá Reykjavíkurborg, það eru öll sveitarfélögin í kring,“ segir Kristín. Fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum Sigþrúður Erla Arnadóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, segir vettvangs og ráðgjafateymi hafa farið á staðinn um leið og þau fréttu að fólk væri að halda til þar. „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því að þarna eru tjöld og það er vetur fram undan. Við viljum vera viss um það að fólk viti af því að það eru neyðarskýli og það er hægt að leita annarra úrræða,“ segir hún. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar.Vísir Hvað húsnæðismálin varðar bendir Sigþrúður á að það sé húsnæðisvandi í borginni og víðar, sem bitni ekki síst á jaðarsettum hópum. Reynt sé eftir fremsta megni að aðstoða einstaklinga við að finna viðeigandi húsnæði. „Til þess sjáum við að það þurfi ákveðin úrræði sem að sum hver eru til en gætu verið fleiri, við erum bara að meta stöðuna, og síðan að aðstoða fólk við að ná þessari færni, að geta haldið utan um sitt húsnæði sjálft, þegar það finnst,“ segir hún. Sífellt sé verið að þróa verkferla með það að sjónarmiði að bæta stöðu viðkvæmasta hópsins. „Við erum að fara yfir stefnumótun Reykjavíkurborgar, það er verið að fara og meta þau verkefni sem að hafa farið af stað, og verið að skoða hvar kreppir skóinn og hvernig við getum bætt þessa þjónustu sem við erum að veita inn í hópinn,“ segir Sigþrúður. Reykjavík Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Öskjuhlíðin er eitthvert vinsælasta græna útivistarsvæði borgarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni virðist umhirða á svæðinu þó verulega ábótavant. Í gær mátti þar finna, á stað skammt frá líkamsræktarstöð Mjölnis, yfirgefið tjald og alls kyns vistir eftir þann sem hafði búið í því. Þegar Fréttastofa mætti á svæðið hafði Reykjavíkurborg greinilega tekið sig til og var búin að fjarlægja mest allt ruslið. Þar voru þó greinilega leifar eftir tjald, eiturlyfjaspjöld, pokar og sprautunálar. Ruslið sem fréttastofa fann í Öskjuhlíðinni.Vísir/Egill Það eru helst heimilislausir fíklar sem bregða á það ráð að verða sér úti um tjald og koma sér einhvers staðar fyrir. Hér að neðan má til dæmis sjá eitt þeirra skammt frá leikskólanum Öskju. Tjald sem varð á vegi fréttastofu í Öskjuhlíð.Vísir/Egill Skaðaminnkunarsamtökin Frú Ragnheiður sjá um að aðstoða þennan hóp. „Það sem við sjáum alltaf á sumrin er að fólk sækir mun meira í það að fá tjöld og útilegubúnað hjá okkur. Og það er fyrst og fremst vegna þess að það er að leitast eftir því að fá að vera í friði. Þetta er aðallega fólk sem að gistir í neyðarskýlunum og í neyðarskýlunum eru náttúrulega margir í hverju herbergi, áreiti, erill og fólk hefur í rauninni bara ekkert næði,“ segir Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Rekstraraðilar á svæðinu sem fréttastofa talaði við í dag höfðu margir áhyggjur af ástandinu og umgengni svæðisins þar sem mörg börn leika sér gjarnan. Aukning í hópi fíkla sem eigi ekki í nein hús að venda Aðspurð hvort hægt sé að leysa stöðuna með einhverjum hætti segir Kristín svo vera. „Já, ef fólk hefði húsnæði þá væri það náttúrulega ekki í þessari stöðu og þá þyrfti það ekki að vera að tjalda einhvers staðar úti því það segir sig alveg sjálft að það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni eða "búa" ef við getum sagt sem svo,“ segir Kristín. Því kalla samtökin eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu setji meiri áherslu á málaflokkinn og útvegi fíklum sem ekki eiga í nein hús að vernda húsnæði. Þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu í þeim hópi á síðustu árum. „Það vantar húsnæði. Neyðarskýli ætti alltaf að vera síðasta úrræði og það er náttúrulega bara neyðarskýli. En þetta sýnir hins vegar bara fram á hvað það er stór hluti einstaklinga sem er húsnæðislaus og vantar heimili. Og það er eitthvað sem vantar tilfinnanlega. Það er ekki bara hjá Reykjavíkurborg, það eru öll sveitarfélögin í kring,“ segir Kristín. Fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum Sigþrúður Erla Arnadóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, segir vettvangs og ráðgjafateymi hafa farið á staðinn um leið og þau fréttu að fólk væri að halda til þar. „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því að þarna eru tjöld og það er vetur fram undan. Við viljum vera viss um það að fólk viti af því að það eru neyðarskýli og það er hægt að leita annarra úrræða,“ segir hún. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar.Vísir Hvað húsnæðismálin varðar bendir Sigþrúður á að það sé húsnæðisvandi í borginni og víðar, sem bitni ekki síst á jaðarsettum hópum. Reynt sé eftir fremsta megni að aðstoða einstaklinga við að finna viðeigandi húsnæði. „Til þess sjáum við að það þurfi ákveðin úrræði sem að sum hver eru til en gætu verið fleiri, við erum bara að meta stöðuna, og síðan að aðstoða fólk við að ná þessari færni, að geta haldið utan um sitt húsnæði sjálft, þegar það finnst,“ segir hún. Sífellt sé verið að þróa verkferla með það að sjónarmiði að bæta stöðu viðkvæmasta hópsins. „Við erum að fara yfir stefnumótun Reykjavíkurborgar, það er verið að fara og meta þau verkefni sem að hafa farið af stað, og verið að skoða hvar kreppir skóinn og hvernig við getum bætt þessa þjónustu sem við erum að veita inn í hópinn,“ segir Sigþrúður.
Reykjavík Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira