Alix Perez á Íslandi í fyrsta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2022 13:46 Alix Perez á að baki farsælan feril. Aðsent Tónlistarmaðurinn Alix Perez kemur fram á Húrra föstudaginn 9. september og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985) Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985)
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira