„Þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 09:00 Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi. Myndin er samsett. Vísir Kona sem flúði Bosníustríðið ásamt fjölskyldu sinni til Íslands fyrir tuttugu og sex árum sér nú um að taka á móti mesta straumi flóttafólks til Reykjavíkur frá upphafi. Hún segir flóttafólk afar ánægt með að geta hitt Íslendinga á félagsmiðstöðvum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur aldrei í sögunni veitt eins mörgu flóttafólki þjónustu og í ár eða ríflega þúsund manns. Til samanburðar veitti velferðarsviðið borgarinnar um hundrað og þrjátíu manns þjónustu 2018. Stór hluti fólks sem hefur komið hingað undanfarið er frá Úkraínu en einnig frá Venezúela. Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið að útvega fólki húsnæði og vinnu í borginni. „Það eru mörg fyrirtæki að bjóða fólki vinnu þannig að það hefur gengið vonum framar,“ segir Jasmina. Jasmina sem flúði hingað sem barn ásamt fjölskyldu sinni vegna Bosníustríðsins segir afar mikilvægt að taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast sem fyrst. „Við þurfum að taka mjög vel á móti fólki, vera opin, reyna að spjalla, reyna að fá þau til að vera hluti af samfélaginu, þetta er bara venjulegt fólk eins og hver annar. Þau eru í viðkvæmri stöðu vegna þess að þau misstu allt, þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það,“ segir Jasmina. Jasmina segir að starfsfólk velferðarsviðs hafi fundið upp á ýmsum nýjungum til að taka sem best á móti flóttafólki til að mynda hafi félagsmiðstöðin Vitatorg boðið fólk í þessari stöðu velkomið en þar hefur um árabil verið rekið ýmiskonar félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri. „Undanfarið þá höfum við verið svona að leggja meiri áherslu á einmitt að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið til okkar og höfum núna verið í samstarfi við Rauða krossinn. Þar sem að starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa verið að koma inn í starfið hjá okkur og halda viðburði og vera með dagskrá þar sem er svona sérstaklega verið að reyna að höfða til þessa hóps,“ segir Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi. Reykjavík Innflytjendamál Úkraína Venesúela Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur aldrei í sögunni veitt eins mörgu flóttafólki þjónustu og í ár eða ríflega þúsund manns. Til samanburðar veitti velferðarsviðið borgarinnar um hundrað og þrjátíu manns þjónustu 2018. Stór hluti fólks sem hefur komið hingað undanfarið er frá Úkraínu en einnig frá Venezúela. Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið að útvega fólki húsnæði og vinnu í borginni. „Það eru mörg fyrirtæki að bjóða fólki vinnu þannig að það hefur gengið vonum framar,“ segir Jasmina. Jasmina sem flúði hingað sem barn ásamt fjölskyldu sinni vegna Bosníustríðsins segir afar mikilvægt að taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast sem fyrst. „Við þurfum að taka mjög vel á móti fólki, vera opin, reyna að spjalla, reyna að fá þau til að vera hluti af samfélaginu, þetta er bara venjulegt fólk eins og hver annar. Þau eru í viðkvæmri stöðu vegna þess að þau misstu allt, þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það,“ segir Jasmina. Jasmina segir að starfsfólk velferðarsviðs hafi fundið upp á ýmsum nýjungum til að taka sem best á móti flóttafólki til að mynda hafi félagsmiðstöðin Vitatorg boðið fólk í þessari stöðu velkomið en þar hefur um árabil verið rekið ýmiskonar félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri. „Undanfarið þá höfum við verið svona að leggja meiri áherslu á einmitt að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið til okkar og höfum núna verið í samstarfi við Rauða krossinn. Þar sem að starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa verið að koma inn í starfið hjá okkur og halda viðburði og vera með dagskrá þar sem er svona sérstaklega verið að reyna að höfða til þessa hóps,“ segir Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi.
Reykjavík Innflytjendamál Úkraína Venesúela Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira