„Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. september 2022 19:26 Ólöfu var byrlað ólyfjan í miðbænum fyrir nokkrum árum en hún segir þolendur oft kenna sjálfum sér um. Vísir/Einar Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. Fólki getur verið byrlað ólyfjan undir ýmsum kringumstæðum en algengast er að slíkt eigi sér stað á skemmtistöðum þar sem áfengi kemur við sögu. Lyfjum á borð við smjörsýru og MDMA sé laumað í drykki einstaklinga og beðið eftir viðbrögðum. Vísir Að því er kemur fram á vef 112 er algengt að fólk sem hefur verið byrlað virðist illa áttað, tali óskýrt, missi stjórn á útlimum og verði meðvitundarlítið eða meðvitundarlaust. Einkennin geta þó verið af ýmsum toga. „Í sumum tilfellum, eins og mínu tilfelli, þá var ég alveg fullkomlega meðvituð, ég var meðvituð um að ég hafði enga stjórn á útlimum. Ég stóð ekki í lappirnar og ég var í raun og veru bara mjög heppin að ég var með góðu fólki,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona í Öfgum. „Svo bara daginn eftir þá var ég á svo ótrúlega miklum niðurtúr, það var svo ótrúlega mikil óvissa, ég veit ekki hvað er í líkamanum mínum. Ég bara upplifði það eins og það væri verið að eitra fyrir mér,“ segir Ólöf. Byrlanir koma reglulega upp, þó þær séu sjaldnast tilkynntar og margir leiti sér ekki aðstoðar, en verkefnastjóri neyðarmóttöku sagði í kvöldfréttum í vikunni að sögurnar væru of margar til að rengja þær. Ólöf segist hafa heyrt sögur sem ná aftur til ársins 1950 en núna séu þolendur í fyrsta sinn að fá raunverulega áheyrn. Margar upplifi að brotin séu ekki tekin alvarlega af lögreglu og öðrum, sérstaklega þegar áfengi kemur við sögu. Öfgar hafi heyrt dæmi af konu sem fór í hjartastopp í sjúkrabíl en vinkona hennar hafi þurft að berjast fyrir því að sjúkrabíllinn kæmi. Þá hafi þau heyrt af fjölda kvenna sem hafi legið eins og hræ á bráðamóttökunni án þess að fá blóðprufu. Rætt var við verkefnastjóra á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Innslagið má finna í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem að fylgir þessu og við auðvitað bara kennum okkur sjálfum oft því miður um,“ segir Ólöf. „Það er í raun og veru bara rosalega fordómafullt viðhorf gagnvart þolendum byrlana og þeir fá í raun og veru enga aðstoð.“ Byrlun er ekki sjálfstætt brot á lögum en er oftast nefnd þegar kynferðisbrot kemur einnig við sögu. „Það á ekki að vera þannig að það sé bara hlustað á okkur þegar það er brotið á okkur . Það er verið að svipta þig frelsinu, þú hefur enga stjórn. Og þó að byrlarinn brjóti ekki á þér þá getur það verið einhver annar,“ segir Ólöf. Viðhorf til byrlana hafi þó tekið breytingum upp á síðkastið og greindi verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra frá því í hádegisfréttum í dag að verið væri að skoða hvernig bæta megi viðbrögð í þessum málum og gera fólki grein fyrir alvarleika brotsins. „Með fræðslu þá ætti það að vera hægt, með lagabreytingu þá ætti það að vera hægt, og bara með því að samfélagið taki sig saman og vinni bara gegn þessu, lögreglan vinni gegn þessu, heilbrigðiskerfið vinni gegn þessu, þá ættum við að geta unnið á þessu en við þurfum öll að viðurkenna vandann til að byrja með,“ segir Ólöf. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sögurnar of margar til að rengja þær Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. 7. september 2022 19:00 Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Fólki getur verið byrlað ólyfjan undir ýmsum kringumstæðum en algengast er að slíkt eigi sér stað á skemmtistöðum þar sem áfengi kemur við sögu. Lyfjum á borð við smjörsýru og MDMA sé laumað í drykki einstaklinga og beðið eftir viðbrögðum. Vísir Að því er kemur fram á vef 112 er algengt að fólk sem hefur verið byrlað virðist illa áttað, tali óskýrt, missi stjórn á útlimum og verði meðvitundarlítið eða meðvitundarlaust. Einkennin geta þó verið af ýmsum toga. „Í sumum tilfellum, eins og mínu tilfelli, þá var ég alveg fullkomlega meðvituð, ég var meðvituð um að ég hafði enga stjórn á útlimum. Ég stóð ekki í lappirnar og ég var í raun og veru bara mjög heppin að ég var með góðu fólki,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona í Öfgum. „Svo bara daginn eftir þá var ég á svo ótrúlega miklum niðurtúr, það var svo ótrúlega mikil óvissa, ég veit ekki hvað er í líkamanum mínum. Ég bara upplifði það eins og það væri verið að eitra fyrir mér,“ segir Ólöf. Byrlanir koma reglulega upp, þó þær séu sjaldnast tilkynntar og margir leiti sér ekki aðstoðar, en verkefnastjóri neyðarmóttöku sagði í kvöldfréttum í vikunni að sögurnar væru of margar til að rengja þær. Ólöf segist hafa heyrt sögur sem ná aftur til ársins 1950 en núna séu þolendur í fyrsta sinn að fá raunverulega áheyrn. Margar upplifi að brotin séu ekki tekin alvarlega af lögreglu og öðrum, sérstaklega þegar áfengi kemur við sögu. Öfgar hafi heyrt dæmi af konu sem fór í hjartastopp í sjúkrabíl en vinkona hennar hafi þurft að berjast fyrir því að sjúkrabíllinn kæmi. Þá hafi þau heyrt af fjölda kvenna sem hafi legið eins og hræ á bráðamóttökunni án þess að fá blóðprufu. Rætt var við verkefnastjóra á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Innslagið má finna í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem að fylgir þessu og við auðvitað bara kennum okkur sjálfum oft því miður um,“ segir Ólöf. „Það er í raun og veru bara rosalega fordómafullt viðhorf gagnvart þolendum byrlana og þeir fá í raun og veru enga aðstoð.“ Byrlun er ekki sjálfstætt brot á lögum en er oftast nefnd þegar kynferðisbrot kemur einnig við sögu. „Það á ekki að vera þannig að það sé bara hlustað á okkur þegar það er brotið á okkur . Það er verið að svipta þig frelsinu, þú hefur enga stjórn. Og þó að byrlarinn brjóti ekki á þér þá getur það verið einhver annar,“ segir Ólöf. Viðhorf til byrlana hafi þó tekið breytingum upp á síðkastið og greindi verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra frá því í hádegisfréttum í dag að verið væri að skoða hvernig bæta megi viðbrögð í þessum málum og gera fólki grein fyrir alvarleika brotsins. „Með fræðslu þá ætti það að vera hægt, með lagabreytingu þá ætti það að vera hægt, og bara með því að samfélagið taki sig saman og vinni bara gegn þessu, lögreglan vinni gegn þessu, heilbrigðiskerfið vinni gegn þessu, þá ættum við að geta unnið á þessu en við þurfum öll að viðurkenna vandann til að byrja með,“ segir Ólöf.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sögurnar of margar til að rengja þær Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. 7. september 2022 19:00 Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Sögurnar of margar til að rengja þær Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. 7. september 2022 19:00
Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36