Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2022 07:57 Arnþrúður Heimisdóttir, hrossabóndi í Langhúsum í Fljótum. Sigurjón Ólason Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31