Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2022 10:31 Sólveig og Emilía hafa heldur betur staðið í ströngu í gegnum allt þetta ferli. Vinahjón fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. Þau létu rífa það og lögðust í að byggja parhús á sama stað. Það má með sanni segja að verkefnið hafi verið mikið og stórt. Enn sér ekki fyrir endann á því. Um er að ræða hjónin Sólveigu Ragnheiði Gunnarsdóttur og Karl Stephen Stock annars vegar og Emilíu C. Gylfadóttur og Róbert Kristjánsson hins vegar. Til að bæta gráu ofan á svart gekk hreinlega allt á afturfótunum til að byrja með í verkefninu. Eftir að húsið var rifið varð að brjóta niður klöpp áður en hægt væri að reisa grunn hússins. Fjallað er um verkefnið í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2. Gulli hefur fylgt hjónunum eftir í fjögur ár. Enn sér ekki fyrir endann á parhúsinu þó að fjölskyldurnar séu fluttar inn. Karl Stephen lýsti því í þætti gærkvöldsins hvernig hann hefði gjörsamlega keyrt sig út. Hann var allt ferlið í fullri vinnu, í háskólanámi og að vinna í húsinu. Hann lenti svo á vegg í febrúar í fyrra. Álagið var alltof mikið. Emilía var orðin fullviss um að lóðin væri bölvuð og endaði á því að fá miðil á staðinn. Sú sagði að það væru álfar í klettinum sem væru ekki sáttir við framkvæmdirnar. Það væri ástæðan fyrir því að allt gengi á afturfótunum. Emilía var tilbúin að reyna allt. Hún gaf álfunum brauð og hunang til að friða álfana. Þau Ragnar hlógu gríðarlega mikið af því í þættinum í gærkvöldi. Héldu að þetta yrði bara græjað En ástæðan fyrir því að ekki hefur enn verið hægt að klæða húsið eru gluggarnir. Eftir mikla framkvæmd við að koma þeim fyrir kom á daginn, við fyrstu rigningu, að þeir láku. Allir sem einn. Eftir skoðun kom í ljós að þeir standast ekki kröfur sem íslensk veðurfar gerir. Gluggarnir voru mjög dýrir, sérpantaðir erlendis frá. Nú standa yfir málaferli við söluaðilann þar sem pörin krefjast skaðabóta og að gert sé við gluggana svo þeir standist kröfur. „Þetta er tveggja ára mál og við töldum að þetta yrði bara lagað fyrir okkur af söluaðilum en svo kemur í ljós að það er ekki svo einfalt. Þetta var ekki aðeins frágangsmál heldur eru gluggarnir líka aðeins gallaðir,“ segir Sólveig Ragnheiður og heldur áfram. „Bara viðgerð og kaup á gluggum fyrir bæði húsin til að koma því í rétt stand kostar yfir 16 milljónir. Það er án alls afleidds kostnaðar sem við höfum þurft að fara í; Að fá aðra iðnaðarmenn, lögmenn og matsskýrslu. Það er komið upp í þrjátíu milljóna tjón. Þetta er að lenda á okkur en ef þetta endar fyrir dómstólum þá erum við að vonast til að fá þetta til baka til þess að geta gert viðeigandi viðgerðir.“ Klippa: Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir Gulli byggir Kópavogur Hús og heimili Skipulag Tengdar fréttir Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Um er að ræða hjónin Sólveigu Ragnheiði Gunnarsdóttur og Karl Stephen Stock annars vegar og Emilíu C. Gylfadóttur og Róbert Kristjánsson hins vegar. Til að bæta gráu ofan á svart gekk hreinlega allt á afturfótunum til að byrja með í verkefninu. Eftir að húsið var rifið varð að brjóta niður klöpp áður en hægt væri að reisa grunn hússins. Fjallað er um verkefnið í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2. Gulli hefur fylgt hjónunum eftir í fjögur ár. Enn sér ekki fyrir endann á parhúsinu þó að fjölskyldurnar séu fluttar inn. Karl Stephen lýsti því í þætti gærkvöldsins hvernig hann hefði gjörsamlega keyrt sig út. Hann var allt ferlið í fullri vinnu, í háskólanámi og að vinna í húsinu. Hann lenti svo á vegg í febrúar í fyrra. Álagið var alltof mikið. Emilía var orðin fullviss um að lóðin væri bölvuð og endaði á því að fá miðil á staðinn. Sú sagði að það væru álfar í klettinum sem væru ekki sáttir við framkvæmdirnar. Það væri ástæðan fyrir því að allt gengi á afturfótunum. Emilía var tilbúin að reyna allt. Hún gaf álfunum brauð og hunang til að friða álfana. Þau Ragnar hlógu gríðarlega mikið af því í þættinum í gærkvöldi. Héldu að þetta yrði bara græjað En ástæðan fyrir því að ekki hefur enn verið hægt að klæða húsið eru gluggarnir. Eftir mikla framkvæmd við að koma þeim fyrir kom á daginn, við fyrstu rigningu, að þeir láku. Allir sem einn. Eftir skoðun kom í ljós að þeir standast ekki kröfur sem íslensk veðurfar gerir. Gluggarnir voru mjög dýrir, sérpantaðir erlendis frá. Nú standa yfir málaferli við söluaðilann þar sem pörin krefjast skaðabóta og að gert sé við gluggana svo þeir standist kröfur. „Þetta er tveggja ára mál og við töldum að þetta yrði bara lagað fyrir okkur af söluaðilum en svo kemur í ljós að það er ekki svo einfalt. Þetta var ekki aðeins frágangsmál heldur eru gluggarnir líka aðeins gallaðir,“ segir Sólveig Ragnheiður og heldur áfram. „Bara viðgerð og kaup á gluggum fyrir bæði húsin til að koma því í rétt stand kostar yfir 16 milljónir. Það er án alls afleidds kostnaðar sem við höfum þurft að fara í; Að fá aðra iðnaðarmenn, lögmenn og matsskýrslu. Það er komið upp í þrjátíu milljóna tjón. Þetta er að lenda á okkur en ef þetta endar fyrir dómstólum þá erum við að vonast til að fá þetta til baka til þess að geta gert viðeigandi viðgerðir.“ Klippa: Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir
Gulli byggir Kópavogur Hús og heimili Skipulag Tengdar fréttir Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30