Ökumaðurinn ekki undir áhrifum þegar bíllinn hafnaði á lóð leikskólans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 19:07 Rætt var við börn sem urðu vitni að atvikinu. Vísir/Vilhelm Ökumaður bílsins sem hafnaði inni á lóð leikskólans Fífusala var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar bíllinn fór inn á lóðina, heldur komu upp veikindi hjá honum. Þetta segir Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri Fífusala. Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum. Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum.
Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51