„Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi“ Snorri Másson skrifar 15. september 2022 09:00 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir of langt gengið í aukinni skattlagningu með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Svo langt gengið raunar, að óhætt væri fyrir sósíalista að segja þetta gott, enda erindið þrotið. Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir þetta og segir nú lag að hækka bankaskatt og sækja gróðann sem þar hafi myndast. Farið var sviðið á nýjum þingvetri í Íslandi í dag í gær og einnig fjallað um margt annað en hér er vísað til. Umræður Sigríðar og Gunnars má sjá í innslaginu hér að ofan, þær hefjast snemma í myndbrotinu. Gert er ráð fyrir að 89 milljarða króna halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Sigríður Andersen segir þetta vekja áhyggjur. „Skuldir ríkissjóðs virðast komnar á par við það sem var eftir hrun. Mér hugnast það ekki; Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi; við erum að stefna í mikil ríkisútgjöld, alltof mikil að mínu mati. Það hefði mátt vera þarna meira aðhald,“ segir Sigríður. Líflegar umræður urðu í Íslandi í dag þegar rætt var um fjárlög og svo yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu vegna orkumála.Vísir/Arnar Á móti segir Gunnar Smári: „Eins og þetta er kynnt er Covid búið og við komin út úr því. Samt er 90 milljarða gat. Hvað þýðir það? Annaðhvort þarftu, Sigríður myndi vilja það, skera niður um 90 milljarða, það er gríðarlegur niðurskurður. Eða hækka skatta og sækja til þeirra sem hafa auðgast á bólunni.“ Sigríður segir aftur á móti útilokað fyrir hagkerfi að skattleggja sig til hagsældar. „Því miður gengur þetta frumvarp nokkuð langt í að setja nýja skatta,“ segir Sigríður. Gunnar Smári segir frumvarpið ekki fara þá leið að sækja skatta til þeirra sem hafa auðgast. „Ef við skoðum venjulegt fólk í basli, sem til dæmis flúði Reykjavík til að kaupa sér húsnæði á Akranesi. Seðlabankastjórinn er að hækka vaxtagreiðslurnar á þetta fólk. Svo kemur Bjarni Ben, lækkar vaxtabæturnar, leggur á kílómetragjald ef þeir eru á rafmagnsbíl og hækkar bensínið ef þau eru á bensínbíl og svo ætlar Sigurður Ingi að koma og rukka þau fara í gegnum göngin,“ segir Gunnar Smári. Vísir/Arnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Ísland í dag Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir „Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28 Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Farið var sviðið á nýjum þingvetri í Íslandi í dag í gær og einnig fjallað um margt annað en hér er vísað til. Umræður Sigríðar og Gunnars má sjá í innslaginu hér að ofan, þær hefjast snemma í myndbrotinu. Gert er ráð fyrir að 89 milljarða króna halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Sigríður Andersen segir þetta vekja áhyggjur. „Skuldir ríkissjóðs virðast komnar á par við það sem var eftir hrun. Mér hugnast það ekki; Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi; við erum að stefna í mikil ríkisútgjöld, alltof mikil að mínu mati. Það hefði mátt vera þarna meira aðhald,“ segir Sigríður. Líflegar umræður urðu í Íslandi í dag þegar rætt var um fjárlög og svo yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu vegna orkumála.Vísir/Arnar Á móti segir Gunnar Smári: „Eins og þetta er kynnt er Covid búið og við komin út úr því. Samt er 90 milljarða gat. Hvað þýðir það? Annaðhvort þarftu, Sigríður myndi vilja það, skera niður um 90 milljarða, það er gríðarlegur niðurskurður. Eða hækka skatta og sækja til þeirra sem hafa auðgast á bólunni.“ Sigríður segir aftur á móti útilokað fyrir hagkerfi að skattleggja sig til hagsældar. „Því miður gengur þetta frumvarp nokkuð langt í að setja nýja skatta,“ segir Sigríður. Gunnar Smári segir frumvarpið ekki fara þá leið að sækja skatta til þeirra sem hafa auðgast. „Ef við skoðum venjulegt fólk í basli, sem til dæmis flúði Reykjavík til að kaupa sér húsnæði á Akranesi. Seðlabankastjórinn er að hækka vaxtagreiðslurnar á þetta fólk. Svo kemur Bjarni Ben, lækkar vaxtabæturnar, leggur á kílómetragjald ef þeir eru á rafmagnsbíl og hækkar bensínið ef þau eru á bensínbíl og svo ætlar Sigurður Ingi að koma og rukka þau fara í gegnum göngin,“ segir Gunnar Smári. Vísir/Arnar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Ísland í dag Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir „Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28 Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59
Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44