„Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2022 20:00 Sunna Dóra Möller og Karen Lind Ólafsdóttir, prestar í Hjallakirkju. Vísir/Dúi Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. Það tók óháð teymi þjóðkirkjunnar tæpt ár að fara yfir ásakanir sex kvenna innan Digranes- og Hjallaprestakalls á hendur séra Gunnari Sigurjónssyni. Alls 48 atvik sem konurnar sögðu frá voru skoðuð - og teymið telur staðfest að í tíu tilvikum hafi Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi. Tvær kvennanna segja tilvikin niðurlægjandi og sár. „Ég mæti á minn vinnustað til þess að sinna mínu starfi en fæ virkilega óviðeigandi athugasemdir um klæðaburðinn minn, vöxtinn minn, líkama minn,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjallakirkju. Karen, sem fór í legnám vegna krabbameins, nefnir dæmi - sem teymið hafi flokkað sem svokallaða „orðbundna kynbundna áreitni“. „Að það væri svo gott að ég væri getulaus og væri ekki að láta barna mig því það væri svo óhentugt að vera með konur í vinnu sem væru að taka sér fæðingarorlof. Og leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með,“ segir Karen. „Ég er leið að þessi framkoma hafi átt sér stað og eg er leið að hafa þurft að berjast svona rosalega fyrir því að fá að segja satt.“ En Karen og Sunna Dóra Möller, einnig prestur í Hjallakirkju, hrósa biskupi fyrir skýra afstöðu með þolendum. „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum,“ segir í tilkynningu kirkjunnar um málið í gær. „Ef við sjálf sem stofnun og við sem prestar, ef við getum ekki tekið fast á okkar málum hvað varðar ofbeldi, þá erum við ekki trúverðug út á við,“ segir Sunna. Framtíðin til skoðunar Fleiri mál af sambærilegum meiði hafa komið upp innan kirkjunnar síðustu ár. Síðla árs 2018 var séra Ólafi Jóhannssyni presti í Grensáskirkju veitt lausn frá störfum eftir ásakanir um kynferðisbrot. Embætti hans var lagt niður 2019 með sameiningu prestakalla. Séra Gunnar hefur látið af störfum sem sóknarprestur í Digraneskirkju og þá stendur til að veita honum áminningu. Framtíð hans innan þjóðkirkjunnar er þó enn til skoðunar en ekki stendur til að rifta ráðningarsambandi við hann, að sögn Péturs Markan biskupsritara. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Gunnar verði settur prestur annars staðar. Þá getur biskupsstofa ekki veitt upplýsingar um mál annars prests á höfuðborgarsvæðinu sem sendur var í leyfi um svipað leyti og Gunnar aðrar en þær að viðkomandi prestur er ekki starfandi. Ekki náðist í séra Gunnar við vinnslu fréttarinnar og þá gaf Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þjóðkirkjan Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Það tók óháð teymi þjóðkirkjunnar tæpt ár að fara yfir ásakanir sex kvenna innan Digranes- og Hjallaprestakalls á hendur séra Gunnari Sigurjónssyni. Alls 48 atvik sem konurnar sögðu frá voru skoðuð - og teymið telur staðfest að í tíu tilvikum hafi Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi. Tvær kvennanna segja tilvikin niðurlægjandi og sár. „Ég mæti á minn vinnustað til þess að sinna mínu starfi en fæ virkilega óviðeigandi athugasemdir um klæðaburðinn minn, vöxtinn minn, líkama minn,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjallakirkju. Karen, sem fór í legnám vegna krabbameins, nefnir dæmi - sem teymið hafi flokkað sem svokallaða „orðbundna kynbundna áreitni“. „Að það væri svo gott að ég væri getulaus og væri ekki að láta barna mig því það væri svo óhentugt að vera með konur í vinnu sem væru að taka sér fæðingarorlof. Og leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með,“ segir Karen. „Ég er leið að þessi framkoma hafi átt sér stað og eg er leið að hafa þurft að berjast svona rosalega fyrir því að fá að segja satt.“ En Karen og Sunna Dóra Möller, einnig prestur í Hjallakirkju, hrósa biskupi fyrir skýra afstöðu með þolendum. „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum,“ segir í tilkynningu kirkjunnar um málið í gær. „Ef við sjálf sem stofnun og við sem prestar, ef við getum ekki tekið fast á okkar málum hvað varðar ofbeldi, þá erum við ekki trúverðug út á við,“ segir Sunna. Framtíðin til skoðunar Fleiri mál af sambærilegum meiði hafa komið upp innan kirkjunnar síðustu ár. Síðla árs 2018 var séra Ólafi Jóhannssyni presti í Grensáskirkju veitt lausn frá störfum eftir ásakanir um kynferðisbrot. Embætti hans var lagt niður 2019 með sameiningu prestakalla. Séra Gunnar hefur látið af störfum sem sóknarprestur í Digraneskirkju og þá stendur til að veita honum áminningu. Framtíð hans innan þjóðkirkjunnar er þó enn til skoðunar en ekki stendur til að rifta ráðningarsambandi við hann, að sögn Péturs Markan biskupsritara. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Gunnar verði settur prestur annars staðar. Þá getur biskupsstofa ekki veitt upplýsingar um mál annars prests á höfuðborgarsvæðinu sem sendur var í leyfi um svipað leyti og Gunnar aðrar en þær að viðkomandi prestur er ekki starfandi. Ekki náðist í séra Gunnar við vinnslu fréttarinnar og þá gaf Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Þjóðkirkjan Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04
Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15