„Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 14:51 Unnur Ösp er leikstjóri verksins Sem á himni. Þjóðleikhúsið Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð og túlkun á fatlaðri persónu í verkinu, sem er byggt á er á sænsku kvikmyndinni Så som i himmelen, í vikunni. Um er að ræða karakterinn Dodda, sem af verkinu að dæma er með einhverskonar þroskaskerðingu og hreyfihömlun en leikari sem glímir ekki við slíka fötlun fer með hlutverkið. Að sögn Nínu var Doddi barngerður og niðurlægður að óþörfu en í einu atriði pissar hann á sig á sviðinu. Gagnrýnandi Fréttablaðsins kom þá fram með sambærilega gagnrýni. Talskona Tabú sagði að um væri að ræða einhvers konar holdgerving staðalímynda um fatlað fólk. „Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi,“ sagði hún. Fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri verksins, svarar fyrir gagnrýnina á Facebook síðu sinni en hún segir það óendanlega særandi að í umræðunni sé talað um að birtingarmynd persónunnar sé ekki rétt, leikið af röngum aðila og að hún hefði átt að milda, breyta eða jafnvel sleppa hlutverki Dodda. Með aðalhlutverk fara Salka Sól og Elmar Gilbertsson en leikarahópurinn telur 25 manns. Mynd/Þjóðleikhúsið „Í lífi sumra eru þessar áskoranir sem persónan fæst við daglegt brauð. Ég vildi því síst milda það eða fara um það mjúkum höndum. Ég vildi alls ekki draga úr þeim ömurlegu fordómum sem persónan mætir af samfélaginu í sögunni. Ég valdi að fá næman listamann til að túlka þessa persónu af virðingu, skilningi og kærleika. Það hryggir óendanlega ef það kemur ekki yfir til allra,“ segir Unnur. Sjálf eigi hún fatlað barn, sem takist á við svipaðar áskoranir og persóna Dodda, og því standi málefni fatlaðra henni persónulega mjög nærri. Það að eiga fatlað barn sé yndislegt en á sama tíma „brútal, ljótt, erfitt, vandræðalegt, banalt og óþægilegt.“ „Ég ákvað að taka að mér leikstjórn á þessari sögu m.a. af þeirri ástæðu að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélagi okkar. Því miður erum við stutt komin þegar kemur að réttindum og virðingu þessa hóps, því mæti ég á hverjum degi,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að samfélagið þori inn í þetta erfiða samtal sem snúi að málefnum fatlaðra, þó það sé sársaukafullt. Fatlaðar persónur eigi tilverurétt í sögunum sem sagðar séu í leikhúsinu og því þurfi að einblína á réttindi fatlaðra í samfélaginu öllu. „Raddir fatlaðar verða að heyrast og það sem aldrei fyrr. Og það á vettvangi sem getur náð augum og eyrum sem flestra. Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning,“ segir Unnur en hún segir Þjóðleikhúsið boða til málþings um leikhúsið og birtingamynd raunveruleikans innan þess. Leikhús Málefni fatlaðs fólks Menning Tengdar fréttir „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16 Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. 21. maí 2021 14:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð og túlkun á fatlaðri persónu í verkinu, sem er byggt á er á sænsku kvikmyndinni Så som i himmelen, í vikunni. Um er að ræða karakterinn Dodda, sem af verkinu að dæma er með einhverskonar þroskaskerðingu og hreyfihömlun en leikari sem glímir ekki við slíka fötlun fer með hlutverkið. Að sögn Nínu var Doddi barngerður og niðurlægður að óþörfu en í einu atriði pissar hann á sig á sviðinu. Gagnrýnandi Fréttablaðsins kom þá fram með sambærilega gagnrýni. Talskona Tabú sagði að um væri að ræða einhvers konar holdgerving staðalímynda um fatlað fólk. „Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi,“ sagði hún. Fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri verksins, svarar fyrir gagnrýnina á Facebook síðu sinni en hún segir það óendanlega særandi að í umræðunni sé talað um að birtingarmynd persónunnar sé ekki rétt, leikið af röngum aðila og að hún hefði átt að milda, breyta eða jafnvel sleppa hlutverki Dodda. Með aðalhlutverk fara Salka Sól og Elmar Gilbertsson en leikarahópurinn telur 25 manns. Mynd/Þjóðleikhúsið „Í lífi sumra eru þessar áskoranir sem persónan fæst við daglegt brauð. Ég vildi því síst milda það eða fara um það mjúkum höndum. Ég vildi alls ekki draga úr þeim ömurlegu fordómum sem persónan mætir af samfélaginu í sögunni. Ég valdi að fá næman listamann til að túlka þessa persónu af virðingu, skilningi og kærleika. Það hryggir óendanlega ef það kemur ekki yfir til allra,“ segir Unnur. Sjálf eigi hún fatlað barn, sem takist á við svipaðar áskoranir og persóna Dodda, og því standi málefni fatlaðra henni persónulega mjög nærri. Það að eiga fatlað barn sé yndislegt en á sama tíma „brútal, ljótt, erfitt, vandræðalegt, banalt og óþægilegt.“ „Ég ákvað að taka að mér leikstjórn á þessari sögu m.a. af þeirri ástæðu að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélagi okkar. Því miður erum við stutt komin þegar kemur að réttindum og virðingu þessa hóps, því mæti ég á hverjum degi,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að samfélagið þori inn í þetta erfiða samtal sem snúi að málefnum fatlaðra, þó það sé sársaukafullt. Fatlaðar persónur eigi tilverurétt í sögunum sem sagðar séu í leikhúsinu og því þurfi að einblína á réttindi fatlaðra í samfélaginu öllu. „Raddir fatlaðar verða að heyrast og það sem aldrei fyrr. Og það á vettvangi sem getur náð augum og eyrum sem flestra. Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning,“ segir Unnur en hún segir Þjóðleikhúsið boða til málþings um leikhúsið og birtingamynd raunveruleikans innan þess.
Leikhús Málefni fatlaðs fólks Menning Tengdar fréttir „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16 Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. 21. maí 2021 14:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16
Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. 21. maí 2021 14:31