Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2022 11:45 Freyja Haraldsdóttir segir leikstjóra Sem á himni ekki geta vitað upp á hár hvað fatlað fólk gengur í gegnum þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Vísir Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. Umræða hefur skapast um birtingu fötluðu persónunnar Dodda í verkinu Sem á himni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, sagði persónuna ýta yndir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk og spurði hvers vegna ekki var fundinn fatlaður einstaklingur til að leika Dodda. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Sem á himni, svaraði í gær fyrir gagnrýnina. Hún sagði að málefni fatlaðra standi henni sérstaklega nærri þar sem hún eigi fatlað barn. Hún hafi meðal annars tekið að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu. Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir í Facebook-færslu það hafa verið erfitt að lesa svar Unnar. Hún trúi því að Unni sé annt um stöðu fatlaðs fólks og að hún upplifi þær tilfinningar sem hún segist gera. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóra, um málið. „Það breytir því hinsvegar ekki að yfirlýsingin gefur ekki til kynna að hún eða aðstandendur sýningarinnar ætli að gefa röddum fatlaðs fólks, um viðfangsefni fötlunar í sýningunni vægi og pláss, né gangast við ábyrgðinni, biðjast afsökunar á ableismanum og útlista í detailum hvernig á að gera betur næst. Sýna auðmýkt og hlusta - og leitast við að skilja,“ segir Freyja. Hún segir Unni falla í sömu gryfju og margir, að láta málið snúast um tilfinningar ófatlaðs fólks. Hún segir Unni vera að „able-splaina“ (útskýra fyrir fötluðu fólki hvað fatlanir eru í raun og veru). Freyja segir það vera algjöran misskilning að foreldrar fatlaðra barna viti hvað fatlað fólk gangi í gegnum. Foreldrar sjái jú hvað er að gerast en verða þó ekki fyrir sömu fordómum og þeir sem fatlaðir eru. „Þau vita ekki hvernig það er að sitja í kvikmyndahúsi og leikhúsi og hlusta á aðra áhorfendur veltast um af hlátri yfir niðurlægingum sem fatlað fólk verður gjarnan fyrir. Eða hvernig það raunverulega er að verða fyrir útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Og að geta hvergi speglað sig í öðru fötluðu fólki á sviði,“ segir Freyja. Hún segir það að vera foreldri fatlaðs barns gefi ekki sjálfkrafa túlkunar- og skilgreiningarvald, hvað þá nægilega innsýn eða skilning til að segja sögu fatlaðs fólks án aðkomu frá fötluðu fólki. „Ég vona að aðstandur þessarar sýningar muni amk. einn daginn hrökkva úr vörn, axla ábyrgð og endurtaka ekki þessa langþreyttu birtingarmyndir fötlunar og sleppi takinu á valdinu yfir okkar sögum,“ segir Freyja. Í fyrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Freyja að hún hafi ekki séð umrædda sýningu, Sem á himni, og treysti sé ekki til þess því hún sé „búin með lífsskammtinn af að sitja í leikhúsi og bíó og horfa á fatlað fólk smættað, niðurlægt og skrumskælt og heyra salinn hlæja eða aumkast yfir enn eini staðalmyndinni“. Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Umræða hefur skapast um birtingu fötluðu persónunnar Dodda í verkinu Sem á himni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, sagði persónuna ýta yndir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk og spurði hvers vegna ekki var fundinn fatlaður einstaklingur til að leika Dodda. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Sem á himni, svaraði í gær fyrir gagnrýnina. Hún sagði að málefni fatlaðra standi henni sérstaklega nærri þar sem hún eigi fatlað barn. Hún hafi meðal annars tekið að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu. Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir í Facebook-færslu það hafa verið erfitt að lesa svar Unnar. Hún trúi því að Unni sé annt um stöðu fatlaðs fólks og að hún upplifi þær tilfinningar sem hún segist gera. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóra, um málið. „Það breytir því hinsvegar ekki að yfirlýsingin gefur ekki til kynna að hún eða aðstandendur sýningarinnar ætli að gefa röddum fatlaðs fólks, um viðfangsefni fötlunar í sýningunni vægi og pláss, né gangast við ábyrgðinni, biðjast afsökunar á ableismanum og útlista í detailum hvernig á að gera betur næst. Sýna auðmýkt og hlusta - og leitast við að skilja,“ segir Freyja. Hún segir Unni falla í sömu gryfju og margir, að láta málið snúast um tilfinningar ófatlaðs fólks. Hún segir Unni vera að „able-splaina“ (útskýra fyrir fötluðu fólki hvað fatlanir eru í raun og veru). Freyja segir það vera algjöran misskilning að foreldrar fatlaðra barna viti hvað fatlað fólk gangi í gegnum. Foreldrar sjái jú hvað er að gerast en verða þó ekki fyrir sömu fordómum og þeir sem fatlaðir eru. „Þau vita ekki hvernig það er að sitja í kvikmyndahúsi og leikhúsi og hlusta á aðra áhorfendur veltast um af hlátri yfir niðurlægingum sem fatlað fólk verður gjarnan fyrir. Eða hvernig það raunverulega er að verða fyrir útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Og að geta hvergi speglað sig í öðru fötluðu fólki á sviði,“ segir Freyja. Hún segir það að vera foreldri fatlaðs barns gefi ekki sjálfkrafa túlkunar- og skilgreiningarvald, hvað þá nægilega innsýn eða skilning til að segja sögu fatlaðs fólks án aðkomu frá fötluðu fólki. „Ég vona að aðstandur þessarar sýningar muni amk. einn daginn hrökkva úr vörn, axla ábyrgð og endurtaka ekki þessa langþreyttu birtingarmyndir fötlunar og sleppi takinu á valdinu yfir okkar sögum,“ segir Freyja. Í fyrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Freyja að hún hafi ekki séð umrædda sýningu, Sem á himni, og treysti sé ekki til þess því hún sé „búin með lífsskammtinn af að sitja í leikhúsi og bíó og horfa á fatlað fólk smættað, niðurlægt og skrumskælt og heyra salinn hlæja eða aumkast yfir enn eini staðalmyndinni“.
Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira