Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. september 2022 16:27 Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám. Veðurstofan Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Samkvæmt horfum næsta sólarhringinn hjá Veðurstofunni verður vestan stormur víða á landinu í nótt en honum fylgi snarpar vindhviður. Það snúist í norðvestan 20 til 28 metra á sekúndu á morgun, sunnudag. Hættulegar vindhviður verði á Suðausturlandi og Austurlandi. Búist sé við rigningu nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi en slydda og snjókoma verði á á heiðum og til fjalla. Slæmt eða ekkert ferðaveður sé þar sem viðvaranirnar eru í gildi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði en miklar líkur eru sagðar á foktjóni og grjótfoki. Norðvestan rok eða stormur sé væntanlegur 25 til 33 metrar á sekúndu en vindhviður geti farið yfir 45 metra á sekúndu. Nánari upplýsingar um veðurviðvaranir Veðurstofunnar má sjá hér. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hefur einnig sent frá sér tilkynningu vegna veðursins. „Á morgun er suðaustanlands og á Austfjörðum spáð er slæmum stormi og áköfum sviptivindum, staðbundið allt að 50-60 m/s. Vegna þessa er hætt við að vegir geti lokast, m.a. hringvegurinn frá Kirkjubæjarklaustri og austur fyrir Djúpavog. Um tíma einnig hviðuveður í Mýrdal og undir Eyjafjöllum,“ skrifar Einar. Almenningur er hvattur til þess að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til rauðrar viðvörunar á Austfjörðum. Almannavarnir Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Sjá meira
Samkvæmt horfum næsta sólarhringinn hjá Veðurstofunni verður vestan stormur víða á landinu í nótt en honum fylgi snarpar vindhviður. Það snúist í norðvestan 20 til 28 metra á sekúndu á morgun, sunnudag. Hættulegar vindhviður verði á Suðausturlandi og Austurlandi. Búist sé við rigningu nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi en slydda og snjókoma verði á á heiðum og til fjalla. Slæmt eða ekkert ferðaveður sé þar sem viðvaranirnar eru í gildi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði en miklar líkur eru sagðar á foktjóni og grjótfoki. Norðvestan rok eða stormur sé væntanlegur 25 til 33 metrar á sekúndu en vindhviður geti farið yfir 45 metra á sekúndu. Nánari upplýsingar um veðurviðvaranir Veðurstofunnar má sjá hér. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hefur einnig sent frá sér tilkynningu vegna veðursins. „Á morgun er suðaustanlands og á Austfjörðum spáð er slæmum stormi og áköfum sviptivindum, staðbundið allt að 50-60 m/s. Vegna þessa er hætt við að vegir geti lokast, m.a. hringvegurinn frá Kirkjubæjarklaustri og austur fyrir Djúpavog. Um tíma einnig hviðuveður í Mýrdal og undir Eyjafjöllum,“ skrifar Einar. Almenningur er hvattur til þess að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til rauðrar viðvörunar á Austfjörðum.
Almannavarnir Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Sjá meira