Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 19:28 Sjór gekk á land á Akureyri í óveðrinu. Bálhvasst var á svæðinu eins og víða annars staðar. Vísir/Tryggvi Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. Fyrsta haustlægðin skall á landið í nótt en veðrið hefur verið lang verst á Austfjörðum, þar sem rauð viðvörun hefur verið í gildi í dag. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu fyrir og strax eftir hádegi fór útköllum björgunarsveita á Austurlandi að fjölga. Í um tvær klukkustundir í dag var rafmagnslaust á nánast hálfu landinu, frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði eftir að rafmagnslínur í Fljótsdal rofnuðu. Og stormurinn hefur haft áhrif á fleiri innviði en loka hefur þurft vegum á nánast öllum Austurhluta landsins en vindhraði hefur farið upp í þrjátíu og fimm metra á sekúndu og hviður náð upp í fimmtíu og fjóra metra. Vindhraði hefur verið gífurlegur á Austfjörðum í dag og margra áratuga gömul tré hafa rifnað upp með rótum. Fimm sjötíu ára gömul reynitré rifnuðu upp með rótum á Seyðisfirði í nótt og sömu sögu má segja frá Reyðarfirði. „Þetta er tré sem er búið að standa í þessum garði í meira en níutíu ár,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir íbúi á Reyðarfirði í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn hefur fjöldi gamalla trjáa rifnað upp með rótum í bænum í dag og í nótt. Veðrið hefur einnig leikið Akureyringa grátt þar sem sjór flæddi inn á Eyrina. „Það var allt rúllandi og fljótandi hér út um allt þannig að þetta er bara ónýtt held ég meira og minna hérna,“ segir Stefán Þór Guðmundsson eigandi SKG verktaka á Akureyri. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi „Það var ekkert hægt að gera, ekki neitt. þetta skeði rosalega hratt þannig að maður getur ekkert gert.“ Einhverjum rann blóðið til skyldunnar og reyndu að bjarga því sem hægt var. „Þetta var komið í götuna og við stukkum nokkrir út með kústana að reyna að halda niðurföllunum opnum,“ segir Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni á Akureyri. Og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, bæði á Suðvesturhorninu þar sem veðrið hefur verið hvað best á landinu, en sérstaklega Austanlands. Á þriðja tug ferðamanna hefur setið fastur í bílum á Mývatnsöræfum vegna veðurs og sextíu verið fastir í beitarhúsi á Möðrudal. Björgunarsveitir hafa unnið að því að koma fólkinu til aðstoðar en aðstæður verið erfiðar. „Við báðum alla að vera inni í bílunum þangað til við komum og sækjum þau og ökum þeim niður. Við munum bara skilja öll ökutæki eftir, sumir bílar eru bara ekki gerðir fyrir svona veður og ekki útbúnir. Við bara treystum þeim ekki til að halda áfram á þeim,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi í aðgerðastjórn björgunarsveitarinnar á Húsavík. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Fyrsta haustlægðin skall á landið í nótt en veðrið hefur verið lang verst á Austfjörðum, þar sem rauð viðvörun hefur verið í gildi í dag. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu fyrir og strax eftir hádegi fór útköllum björgunarsveita á Austurlandi að fjölga. Í um tvær klukkustundir í dag var rafmagnslaust á nánast hálfu landinu, frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði eftir að rafmagnslínur í Fljótsdal rofnuðu. Og stormurinn hefur haft áhrif á fleiri innviði en loka hefur þurft vegum á nánast öllum Austurhluta landsins en vindhraði hefur farið upp í þrjátíu og fimm metra á sekúndu og hviður náð upp í fimmtíu og fjóra metra. Vindhraði hefur verið gífurlegur á Austfjörðum í dag og margra áratuga gömul tré hafa rifnað upp með rótum. Fimm sjötíu ára gömul reynitré rifnuðu upp með rótum á Seyðisfirði í nótt og sömu sögu má segja frá Reyðarfirði. „Þetta er tré sem er búið að standa í þessum garði í meira en níutíu ár,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir íbúi á Reyðarfirði í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn hefur fjöldi gamalla trjáa rifnað upp með rótum í bænum í dag og í nótt. Veðrið hefur einnig leikið Akureyringa grátt þar sem sjór flæddi inn á Eyrina. „Það var allt rúllandi og fljótandi hér út um allt þannig að þetta er bara ónýtt held ég meira og minna hérna,“ segir Stefán Þór Guðmundsson eigandi SKG verktaka á Akureyri. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi „Það var ekkert hægt að gera, ekki neitt. þetta skeði rosalega hratt þannig að maður getur ekkert gert.“ Einhverjum rann blóðið til skyldunnar og reyndu að bjarga því sem hægt var. „Þetta var komið í götuna og við stukkum nokkrir út með kústana að reyna að halda niðurföllunum opnum,“ segir Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni á Akureyri. Og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, bæði á Suðvesturhorninu þar sem veðrið hefur verið hvað best á landinu, en sérstaklega Austanlands. Á þriðja tug ferðamanna hefur setið fastur í bílum á Mývatnsöræfum vegna veðurs og sextíu verið fastir í beitarhúsi á Möðrudal. Björgunarsveitir hafa unnið að því að koma fólkinu til aðstoðar en aðstæður verið erfiðar. „Við báðum alla að vera inni í bílunum þangað til við komum og sækjum þau og ökum þeim niður. Við munum bara skilja öll ökutæki eftir, sumir bílar eru bara ekki gerðir fyrir svona veður og ekki útbúnir. Við bara treystum þeim ekki til að halda áfram á þeim,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi í aðgerðastjórn björgunarsveitarinnar á Húsavík.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
„Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“