„Starstruck“ í vinnunni í fyrsta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. september 2022 14:31 Ingimar Davíðsson Facebook Ingimar Davíðsson er staddur í Los Angeles þar sem hann er að fara vera einn af tæknistjórum á minningartónleikum Taylor Hawkins í The Forum. Um er að ræða 18.000 manna minningartónleikum og er Ingimar einn af fjórum tæknistjórum viðburðarins. Ingimar ræddi verkefnið við Danna á X977. Hawkins var trommuleikarinn í Foo Fighters en hann lést í mars síðastliðinn. Foo Fighters héldu aðra slíka minningartónleika á Wembley í byrjun mánaðarins en í kvöld troða þeir upp í Los Angeles. „Þetta er náttúrulega heimavöllur fyrir þá, Dave Grohl býr hérna og Taylor bjó hérna í Kaliforníu.“ Ingimar flutti erlendis eftir að sjónvarpsstöðin Bravó sem hann starfaði fyrir hætti starfsemi. „Þá fæ ég ógeð af þessum íslenska fjölmiðlabransa, ég var búinn að vinna í sjónvarpi og fjölmiðlum á Íslandi í mörg ár.“ Segist hann hafa verið orðinn þreyttur á fjöldauppsögnum í bransanum hér þá flutti hann út í nám í framleiðslu og útsendingastjórn sjónvarpsskemmtiefnis. „Ég fékk atvinnutilboð upp úr því og hef eiginlega verið erlendis síðan.“ Taylor Hawkins var minnst á Grammy verðlaununum í Las Vegas í vor.Getty/Rich Fury Má ekki taka myndir Hann byrjaði í London vann hjá BBC en síðustu fjögur ár hefur hann verið í Los Angeles þar sem hann kemur að allskonar tónleikum og verðlaunaafhendingum, til dæmis þar sem Lady Gaga hefur komið fram. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er svolítið starstruck í vinnunni,“ segir Ingimar um Foo Fighters verkefnið. Hann má þó ekki taka myndir eða tjá sig mikið um lífið bakvsiðs, stundum þarf hann að skrifa undir trúnaðarsamninga. „Maður má ekki tjá sig, en ég treysti því að það sé enginn í fjölmiðlateymi Foo Fighters að hlusta á X-ið.“ Ingimar segir að hann byrji aldrei vinna eins seint á daginn og þegar það eru rokktónleikar, en svo virðist sem rokkararnir vilji sofa út. „Við erum ekki að byrja fyrr en um hádegi og erum að vinna til miðnættis.“ Aðsent Ingimar segist geta notið tónleikana þrátt fyrir að vera í vinnunni, og það ætlar hann sér að gera á tónleikunum í kvöld. Til að nefna nokkra, þá spiluðu Paul McCartney, Van Halen, Nile Rodgers og Oasis á tónleikunum á Wembley, en búist er við Alanis Morissette, Miley Cyrus, Lars Ulrich (Metallica), Sebastian Bach (Skid Row), Geezer Butler (Black Sabbath) og mörgum fleirum á Los Angeles tónleikunum. Viðtalið við Ingimar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist X977 Íslendingar erlendis Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ingimar ræddi verkefnið við Danna á X977. Hawkins var trommuleikarinn í Foo Fighters en hann lést í mars síðastliðinn. Foo Fighters héldu aðra slíka minningartónleika á Wembley í byrjun mánaðarins en í kvöld troða þeir upp í Los Angeles. „Þetta er náttúrulega heimavöllur fyrir þá, Dave Grohl býr hérna og Taylor bjó hérna í Kaliforníu.“ Ingimar flutti erlendis eftir að sjónvarpsstöðin Bravó sem hann starfaði fyrir hætti starfsemi. „Þá fæ ég ógeð af þessum íslenska fjölmiðlabransa, ég var búinn að vinna í sjónvarpi og fjölmiðlum á Íslandi í mörg ár.“ Segist hann hafa verið orðinn þreyttur á fjöldauppsögnum í bransanum hér þá flutti hann út í nám í framleiðslu og útsendingastjórn sjónvarpsskemmtiefnis. „Ég fékk atvinnutilboð upp úr því og hef eiginlega verið erlendis síðan.“ Taylor Hawkins var minnst á Grammy verðlaununum í Las Vegas í vor.Getty/Rich Fury Má ekki taka myndir Hann byrjaði í London vann hjá BBC en síðustu fjögur ár hefur hann verið í Los Angeles þar sem hann kemur að allskonar tónleikum og verðlaunaafhendingum, til dæmis þar sem Lady Gaga hefur komið fram. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er svolítið starstruck í vinnunni,“ segir Ingimar um Foo Fighters verkefnið. Hann má þó ekki taka myndir eða tjá sig mikið um lífið bakvsiðs, stundum þarf hann að skrifa undir trúnaðarsamninga. „Maður má ekki tjá sig, en ég treysti því að það sé enginn í fjölmiðlateymi Foo Fighters að hlusta á X-ið.“ Ingimar segir að hann byrji aldrei vinna eins seint á daginn og þegar það eru rokktónleikar, en svo virðist sem rokkararnir vilji sofa út. „Við erum ekki að byrja fyrr en um hádegi og erum að vinna til miðnættis.“ Aðsent Ingimar segist geta notið tónleikana þrátt fyrir að vera í vinnunni, og það ætlar hann sér að gera á tónleikunum í kvöld. Til að nefna nokkra, þá spiluðu Paul McCartney, Van Halen, Nile Rodgers og Oasis á tónleikunum á Wembley, en búist er við Alanis Morissette, Miley Cyrus, Lars Ulrich (Metallica), Sebastian Bach (Skid Row), Geezer Butler (Black Sabbath) og mörgum fleirum á Los Angeles tónleikunum. Viðtalið við Ingimar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist X977 Íslendingar erlendis Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira