Spurt var í nýjasta Þjóðarpúls Gallup hvort fólk taldi sig hafa verið bitið af lúsmýi á Íslandi í sumar en 29 prósent svöruðu játandi, samaborið við 14 prósent árið 2019.
Þegar svörin voru greind eftir búsetu kom í ljós að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins væru líklegari til að telja að þau hafi verið bitin. Aðeins 26 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu svörðuðu játandi en 33 prósent á öðrum landsvæðum.
Aukninginer mest á Norðurlandi, í norðvesturkjördæmi svöruðu átta prósent játandi árið 2019 en 36 prósent í ár og í norðausturkjördæmi fór það upp úr einu prósenti í 26 prósent.
