Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2022 22:11 Elisabeth Jansen er deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sigurjón Ólason Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13