Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2022 12:01 Þessi 97 sm hængur veiddist lokadaginn í Stóru Laxá Veiði er lokið í Stóru Laxá í Hreppum en tímabilið þar fór bæði vel og stað í byrjun sumars og kláraðist að sama skapi afskaplega vel. Heildarveiðin í ánni í sumar er 934 laxar og þar komu lokadagarnir ansi sterkir inn og þá sérstaklega í stórum löxum. Síðasta daginn var í það minnsta tveimur stórlöxum landað en annar var 96 sm og hinn 97 sm. Þar áður var búið að landa nokkrum á síðustu metrunum sem voru yfir 90 sm en líklega er hlutfall stórlaxa hvergi hærra á landinu en í Stóru Laxá. Það hefur verið mjög jöfn veiði á bæði neðra og efra svæðinu en veitt er á fjórar stangir á efra svæði (gamla svæði 4) og sex stangir á neðra svæðinu (gamla svæði 1-2-3). Næsta sumar verður nýtt veiðihús tekið í notkun fyrir neðra svæðið en það kemur til með að standa við brekkuna austanverða fyrir ofan Skarðsstrengi. Annar stórlax, 96 sm úr Stóru Laxá á lokadeginum Stangveiði Mest lesið Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði
Heildarveiðin í ánni í sumar er 934 laxar og þar komu lokadagarnir ansi sterkir inn og þá sérstaklega í stórum löxum. Síðasta daginn var í það minnsta tveimur stórlöxum landað en annar var 96 sm og hinn 97 sm. Þar áður var búið að landa nokkrum á síðustu metrunum sem voru yfir 90 sm en líklega er hlutfall stórlaxa hvergi hærra á landinu en í Stóru Laxá. Það hefur verið mjög jöfn veiði á bæði neðra og efra svæðinu en veitt er á fjórar stangir á efra svæði (gamla svæði 4) og sex stangir á neðra svæðinu (gamla svæði 1-2-3). Næsta sumar verður nýtt veiðihús tekið í notkun fyrir neðra svæðið en það kemur til með að standa við brekkuna austanverða fyrir ofan Skarðsstrengi. Annar stórlax, 96 sm úr Stóru Laxá á lokadeginum
Stangveiði Mest lesið Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði