Kölluðu rússneska sendiherrann á teppið vegna innlimunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 23:02 Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið kallaði rússneska sendiherrann á Íslandi til fundar til að lýsa fordæmingu sinni á tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að innlima fjögur úkraínsk héruð í dag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að viðurkenna héruðin sem hluta af Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir innlimun Donetsk, Luhansk, Kherson og Saporisjía í Úkraínu á föstudag. Það gerði hann í kjölfar ólögmætra atkvæðagreiðslna sem leppstjórar Rússa í hernumdu héruðunum héldu fyrr í vikunni. Vestræn ríki hafa lýst atkvæðagreiðslunum sem falsi og ætla ekki að viðurkenna yfirráð Rússa yfir þeim. Í sama streng tók íslenska utanríkisráðuneytið á fundinum með rússneska sendiherranum, að því er kemur fram í tísti frá ráðuneytinu. „Ísland kallaði sendiherra Rússland á sinn fund í dag til að koma á framfæri sinni sterkustu fordæmingu á tilraunum til að innlima landsvæði Úkraínu og gerviatkvæðagreiðslum sem voru hannaðar í algerri andstöðu við alþjóðalög,“ segir í tístinu á enskumælandi reikningi ráðuneytisins. Ísland er þar sagt aldrei munu viðurkenna að neinn hluti héraðanna tilheyri Rússlandi. MFA Iceland summoned the Ambassador of Russia today to express the strongest condemnation of the attempted annexation of Ukrainian territory and the sham referenda engineered in total violation of international law. will not recognize any of this territory as a part of Russia.— MFA Iceland (@MFAIceland) October 3, 2022 Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Lyman sýni að innlimunin sé farsi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman. 2. október 2022 10:17 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir innlimun Donetsk, Luhansk, Kherson og Saporisjía í Úkraínu á föstudag. Það gerði hann í kjölfar ólögmætra atkvæðagreiðslna sem leppstjórar Rússa í hernumdu héruðunum héldu fyrr í vikunni. Vestræn ríki hafa lýst atkvæðagreiðslunum sem falsi og ætla ekki að viðurkenna yfirráð Rússa yfir þeim. Í sama streng tók íslenska utanríkisráðuneytið á fundinum með rússneska sendiherranum, að því er kemur fram í tísti frá ráðuneytinu. „Ísland kallaði sendiherra Rússland á sinn fund í dag til að koma á framfæri sinni sterkustu fordæmingu á tilraunum til að innlima landsvæði Úkraínu og gerviatkvæðagreiðslum sem voru hannaðar í algerri andstöðu við alþjóðalög,“ segir í tístinu á enskumælandi reikningi ráðuneytisins. Ísland er þar sagt aldrei munu viðurkenna að neinn hluti héraðanna tilheyri Rússlandi. MFA Iceland summoned the Ambassador of Russia today to express the strongest condemnation of the attempted annexation of Ukrainian territory and the sham referenda engineered in total violation of international law. will not recognize any of this territory as a part of Russia.— MFA Iceland (@MFAIceland) October 3, 2022
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Lyman sýni að innlimunin sé farsi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman. 2. október 2022 10:17 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Lyman sýni að innlimunin sé farsi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman. 2. október 2022 10:17
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22