Bjuggust við að finna mun meiri loðnu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2022 11:52 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Veiðiráðgjöf á loðnu minnkar verulega og haustmælingar voru undir væntingum að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira