Telur sér bolað út úr kirkjunni fyrir að standa með þolendum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 23:14 Miklar deilur standa nú yfir innan Digraneskirkju í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmaður Digraneskirkju telur að sóknarnefnd kirkjunnar hafi sagt henni upp störfum vegna þess að hún stóð með þolendum Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests. Biskup vék Gunnari úr starfi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. Theodóra Hugrún Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður kirkjunnar, segir Fréttablaðinu í kvöld að hún hafi fengið uppsagnarbréf í síðustu viku sem hún tengir við afstöðu sína með þolendum Gunnars. „Það er verið að bola okkur öllum út,“ segir hún við blaðið. Hún skoði nú stöðu sína með stéttarfélagi sínu en staða sín sé erfið. Biskupsstofa geti ekki hlutast til í málinu þar sem sóknarnefndin sjái um allar mannaráðningar. Gagnrýnir hún sóknarnefndina fyrir að standa þétt við bak Gunnars. „Kirkjan er skjól og á að vera skjól fyrir alla, líka þolendur. En það er það bara ekki lengur,“ segir Theodóra Hugrún. Þrátt fyrir að biskup ríkiskirkjunnar hafi vikið Gunnari úr starfi í kjölfar niðurstöðu um að hann hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti gegn sex konum vill sóknarnefnd Digraneskirkju fá hann aftur til starfa. Miklar deilur geisa innan Digraneskirkju. Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður þar, sakar Valgerði Snæland Jónsdóttur, formann sóknarnefndarinnar, meðal annars um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað. Hún er nú í veikindaleyfi. Trúmál Þjóðkirkjan Kópavogur MeToo Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 „Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Theodóra Hugrún Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður kirkjunnar, segir Fréttablaðinu í kvöld að hún hafi fengið uppsagnarbréf í síðustu viku sem hún tengir við afstöðu sína með þolendum Gunnars. „Það er verið að bola okkur öllum út,“ segir hún við blaðið. Hún skoði nú stöðu sína með stéttarfélagi sínu en staða sín sé erfið. Biskupsstofa geti ekki hlutast til í málinu þar sem sóknarnefndin sjái um allar mannaráðningar. Gagnrýnir hún sóknarnefndina fyrir að standa þétt við bak Gunnars. „Kirkjan er skjól og á að vera skjól fyrir alla, líka þolendur. En það er það bara ekki lengur,“ segir Theodóra Hugrún. Þrátt fyrir að biskup ríkiskirkjunnar hafi vikið Gunnari úr starfi í kjölfar niðurstöðu um að hann hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti gegn sex konum vill sóknarnefnd Digraneskirkju fá hann aftur til starfa. Miklar deilur geisa innan Digraneskirkju. Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður þar, sakar Valgerði Snæland Jónsdóttur, formann sóknarnefndarinnar, meðal annars um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað. Hún er nú í veikindaleyfi.
Trúmál Þjóðkirkjan Kópavogur MeToo Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 „Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50
Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04
„Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00