Aðalsjokkið fyrir utan dauðsfallið að átta sig ekki á andlegum veikindum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2022 10:31 Kristján hefur slegið í gegn með Hlaðvarpið Jákastið. Kristján Hafþórsson er tveggja barna faðir og eiginmaður sem ákvað fljótlega eftir að faðir hans svipti sig lífi að mikilvægt væri að vera meðvitaður um hvernig maður tekst á við erfiðleika. Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ísland í dag Jákastið Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ísland í dag Jákastið Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira