Greindist með meðgöngueitrun og var sett af stað Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2022 07:48 Milla Ósk Magnúsdóttir og eiginmaður hennar, Einar Þorsteinsson. Saman eiga þau einn son, Emil Magnús Einarsson. Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og eiginkona formanns borgarráðs, greindist með meðgöngueitrun þremur vikum fyrir settan dag. Sonur hennar var oft lasinn fyrstu sex mánuðina sem gerði hana afar örvæntingarfulla. Milla birti færslu á mánudaginn í tilefni þess að sonur hennar og Einars Þorsteinssonar, Emil Magnús, væri orðinn sex mánaða gamall. Emil fæddist sama dag og Milla og Einar fengu afhent húsið sitt. Milla segir son þeirra vera fyndinn, ákveðinn og heimsins bestur en segir að þessir fyrstu sex mánuðir hafi alls ekki verið neinn dans á rósum. „Fyndið hvað ég eyddi miklum tíma af mínum fullorðinsárum að kvíða því að fæða barn. Aldrei hvarflaði það að mér að allt það sem myndi gerast EFTIR fæðinguna yrði margfalt erfiðara en sjálf fæðingin,“ segir Milla. Emil fæddist þremur vikum fyrir tímann eftir að Milla greindist með meðgöngueitrun. Ofan á það kom í ljós að hún var með hjartabilun, vökvasöfnun í lungum og öðrum líffærum og fékk að lokum nýrnasteinakast. Sjö af fyrstu tíu dögum Emils Magnúsar var eytt á spítalanum. „Fljótlega kom svo líka í ljós að Emil Magnús var kveisubarn, með bakflæði, vara- og tunguhaft og líklegast mjólkuróþol. Við þökkuðum fyrir það á hverjum degi að hann væri ekki alvarlega veikur, en vanlíðanin hjá honum var óskaplega mikil. Hann grét stanslaust, vildi hvorki vera í vagni, kerru né bílstól, vildi ekkert nema vera í fanginu á okkur og á hreyfingu,“ segir Milla. Þetta myndi hverfa með aldrinum Hún gekk með Emil á milli lækna en allir sögðu að í rauninni vissi enginn hvers vegna börn fengju kveisur, það myndi þó eldast af þeim. Í allt sumar beið Milla eftir því að Emil hætti að gráta. „Líkamlega heilsa mín var sem betur fer á uppleið, en andlega heilsan á húrrandi niðurleið. Aldrei var ég jafn örvæntingarfull eða einmana og þegar ég sá nýbakaðar mömmur á samfélagsmiðlum fara með vagnana sína í göngutúra, eða niðrí bæ á kaffihús. Sumar fóru meira að segja í fjallgöngur. MEÐ barnið!“ segir Milla. Á meðan sat hún heima með grátandi barn. Þakklát fyrir alla sem hlustuðu En að lokum höfðu læknarnir rétt fyrir sér og veikindin fóru að minnka. Milla segist oft hugsa til baka og þakka þeim sem hlustuðu á hana og hughreystu, þar á meðal starfsfólk fæðingar- og sængurlegudeildar, hjartadeildarinnar, ljósmæður þeirra, brjóstagjafarráðgjafinn, starfsmenn ungbarnaverndar, heilsugæslunnar og sálfræðingar. Hún segir heilbrigðiskerfið vera svo ótrúlegt að hún nái varla utan um það. „Mín upplifun er svo sem flóknari en gengur og gerist og að mörgu leyti finnst mér erfitt að segja frá þessu öllu. Mér finnst ég opinbera mjög persónulega erfiðleika og áföll sem ég bjóst aldrei við að gera. Mér finnst erfitt að viðurkenna að fæðingarþunglyndi og kvíði hafi orðið hluti af mínu lífi,“ segir Milla. Hún vill opna á umræðu um þessa hlið móðurhlutverksins því til að allir geti hjálpast að verði að vera hægt að tala um svona hluti. „Við öll, og sérstaklega mæður, verðum að hætta að bera okkur saman við aðra. Allar meðgöngur og fæðingar eru einstakar. Fæðingarorlof eru það líka. Og þetta ferli er líklega aldrei dans á rósum,“ segir Milla að lokum. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Milla birti færslu á mánudaginn í tilefni þess að sonur hennar og Einars Þorsteinssonar, Emil Magnús, væri orðinn sex mánaða gamall. Emil fæddist sama dag og Milla og Einar fengu afhent húsið sitt. Milla segir son þeirra vera fyndinn, ákveðinn og heimsins bestur en segir að þessir fyrstu sex mánuðir hafi alls ekki verið neinn dans á rósum. „Fyndið hvað ég eyddi miklum tíma af mínum fullorðinsárum að kvíða því að fæða barn. Aldrei hvarflaði það að mér að allt það sem myndi gerast EFTIR fæðinguna yrði margfalt erfiðara en sjálf fæðingin,“ segir Milla. Emil fæddist þremur vikum fyrir tímann eftir að Milla greindist með meðgöngueitrun. Ofan á það kom í ljós að hún var með hjartabilun, vökvasöfnun í lungum og öðrum líffærum og fékk að lokum nýrnasteinakast. Sjö af fyrstu tíu dögum Emils Magnúsar var eytt á spítalanum. „Fljótlega kom svo líka í ljós að Emil Magnús var kveisubarn, með bakflæði, vara- og tunguhaft og líklegast mjólkuróþol. Við þökkuðum fyrir það á hverjum degi að hann væri ekki alvarlega veikur, en vanlíðanin hjá honum var óskaplega mikil. Hann grét stanslaust, vildi hvorki vera í vagni, kerru né bílstól, vildi ekkert nema vera í fanginu á okkur og á hreyfingu,“ segir Milla. Þetta myndi hverfa með aldrinum Hún gekk með Emil á milli lækna en allir sögðu að í rauninni vissi enginn hvers vegna börn fengju kveisur, það myndi þó eldast af þeim. Í allt sumar beið Milla eftir því að Emil hætti að gráta. „Líkamlega heilsa mín var sem betur fer á uppleið, en andlega heilsan á húrrandi niðurleið. Aldrei var ég jafn örvæntingarfull eða einmana og þegar ég sá nýbakaðar mömmur á samfélagsmiðlum fara með vagnana sína í göngutúra, eða niðrí bæ á kaffihús. Sumar fóru meira að segja í fjallgöngur. MEÐ barnið!“ segir Milla. Á meðan sat hún heima með grátandi barn. Þakklát fyrir alla sem hlustuðu En að lokum höfðu læknarnir rétt fyrir sér og veikindin fóru að minnka. Milla segist oft hugsa til baka og þakka þeim sem hlustuðu á hana og hughreystu, þar á meðal starfsfólk fæðingar- og sængurlegudeildar, hjartadeildarinnar, ljósmæður þeirra, brjóstagjafarráðgjafinn, starfsmenn ungbarnaverndar, heilsugæslunnar og sálfræðingar. Hún segir heilbrigðiskerfið vera svo ótrúlegt að hún nái varla utan um það. „Mín upplifun er svo sem flóknari en gengur og gerist og að mörgu leyti finnst mér erfitt að segja frá þessu öllu. Mér finnst ég opinbera mjög persónulega erfiðleika og áföll sem ég bjóst aldrei við að gera. Mér finnst erfitt að viðurkenna að fæðingarþunglyndi og kvíði hafi orðið hluti af mínu lífi,“ segir Milla. Hún vill opna á umræðu um þessa hlið móðurhlutverksins því til að allir geti hjálpast að verði að vera hægt að tala um svona hluti. „Við öll, og sérstaklega mæður, verðum að hætta að bera okkur saman við aðra. Allar meðgöngur og fæðingar eru einstakar. Fæðingarorlof eru það líka. Og þetta ferli er líklega aldrei dans á rósum,“ segir Milla að lokum.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira